Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 227
ast hefði verið til varnar, England, hefur reynzt opin-
hert að þvi að styðja fasistaríkin og halda þeim við
lýði, jafnvel þvert ofan í hagsmuni og álit Englands
sem stórveldis. Þetta ríki, sem smáþjóðir heimsins hafa
lilið á sem verndara sinn, hefur á síðustu árum fórn-
að þeim hverri af annarri i gin fasismans. í ferskustu
minni er níðingsverkið gagnvart Tjekkóslóvakíu. For-
saga þess verknaðar er bæði ljót og löng, sérstaklega
samleikur fasistanna og ensku stjórnarinnar, og er þó
ininnst af þeirri sögu komið í dagsljósið. Eftir liina
misheppnuðu tilraun Þýzkalands i mai í vor til þess
að ráðast inn i Tjekkóslóvaldu (reyndar vegna þess, að
tjekkneski lierinn var reiðubúinn til varnar, en ekki
vegna andstöðu Englands, eins og haldið hefur verið
á lofti), var varið geipilegum fjárupphæðum til þess
að koma upp sterkri nazistahreyfingu í Súdetahéruð-
unum, öll áróðursverksmiðja Þýzkalands var sett í full-
an gang til að útbásúna þær ægilegustu þjáningar, sem
hið þýzka þjóðarbrot ætti við að búa í Tjekkóslóvakíu
og ógnanirnar urðu æ frekari og ósvífnari. En nazist-
arnir voru ekki einir að verki. Runciman, fulltrúi frá
ensku stjórninni, sat mánuðum saman í Prag. Og hlut-
verlc hans var engin friðarmiðlun, eins og lýst var yfir
með miklum fjálgleik, heldur þvert á móti að múta
og ógna Tjekkum til þess að láta undan kröfum Þýzka-
lands. Það er ennfremur álitið víst, að herútboðið i
Engiandi hafi einungis verið gert í þeim tilgangi að
hræða þjóðina með stríði og gera Chamberlain auð-
veldara fyrir að fremja hin löngu afráðnu svik við
Tjekkóslóvakíu. 1 ljósi þessa glæpsamlega verknaðar
gengur mönnum betur að skilja fyrri aðgerðir ensku
stjórnarinnar, sem þeir vildu ekki trúa fram að þessu.
England gat liindrað það, að ítalir legðu undir sig Abes-
siníu, en stjórnin vildi ekki gera það af ótta við það,
að ítalski fasisminn þyldi ekki slíkt áfall. Þjóðabanda-
lagsþjóðirnar voru reiðubúnar til að halda fram refsi-
225