Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 116
og afkáraleg. Húð hennar, gul og skorpin, virtist allt
of rúm utan um líkamann, augun sljó, varirnar lit-
lausar. Svona var hún orðin. Engin lífsgleði meir, ekk-
ert, sem minnti á forna fegurð, nema örlitið vingjarn-
legt hros. Þannig er það að eldast og slitna. Stúlkur
hinnar nýju kynslóðar ætluðu aldrei að verða gamlar.
Svo var það kvöld eitt, síðla í nóvembermánuði, að>
hún veiktist snögglega. Hún liafði staðið við þvottabal-
ann fram undir kvöld í einu af húsum Vesturbæjarins,.
þá fór liún heim. Hún var rennandi vot og óvenju þreytt.
Loftið var hráslagalegt og kalt, það sló að henni, er
hún kom út, og er hún lcom heim, hafði liún fengið
köldu. Hún dó eftir stutta legu. Þeirri ósk hennar að
fá að starfa, meðan dagur entist, liafði verið full-
nægt. Hin óskin um að fá að sjá ávöxt starfs síns og
strits i hamingjusömu lífi sins eina barns hafði kann-
ski verið ósanngjörn. Og þó hafði einmitt hún verið
hennar eina von, hennar eina þrá og eini styrkur þessi
mörgu ár. Já, sjálfur tilgangur alls liennar lifs.
Það veit þó annars enginn, með hvaða orð á vörun-
um hún yfirgaf þennan heim. Hún var ein í íbúðinni
á þeirri stundu. Ólafur Ólafsson var einhvers staðar úti
í bæ og kom ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Þá
lá liún þarna í bóli sínu með galopinn munninn og
var skilin við.
Á þeirri stundu breyttist Ólafur Ólafsson. Iiann var&
annar maður.
Hinni annarlegu þögn herbergisins sló niður í sál
hans. Hann hafði aldrei fyrr skynjað þjáningar þessa
hjarta, sem nú var hætt að slá, fyrir hávaða sinna eig-
in tilfinninga. Nú, á þessu augnabliki þögnuðu kröfur
hans fyrir sig sjálfan, og liann fann það nii fyrst, live-
heitt hún hafði elskað liann, af hve mikilli ástúð hún
hafði fórnað lífi sínu fyrir hann. Hann hafði aldrei
þakkað henni, ekki með einu orði, ekki lieldur me5
114
<