Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 137
lcapp liins sterka. Samgróin þessum ótta skáldsins er liin
heita trúarþörf þess. Matthías drekkur í sig þekkingu
aldarinnar, sér visindin vinna stærri og stærri sigra,
fylgist með þeim af brennandi áhuga, les kynnstur af rit-
vm, sem hoðuðu frálivarf frá trúnni, sjálfur eignast hann
slundir, er hann hrópar á guð sinn í örvæntingu lijart-
ans, kvalinn af efasemdum, en hann sleppir samt ekki
trúnni —• vill ekld gera það, vogar það ekki. Það er
ótti barnsins við að sleppa handriðinu, átti íslands 19.
aldarinnar við að hlaupa út úr fortíð sinni. Skáldið
þorir ekki og vill ekki trúa skynsemi mannsins eða vís-
indunum fyrir sál sinni. Hann boðar beinlinis trúna sem
mótvægi gegn ofdrambi heimsins, gegn oftrúnni á vis-
indin og vald mannsins. Iiann var ekki heldur einn með
þetta sjónarmið, rómantismi aldarinnar gaf honum þar
góðan styrk og sum stórmenni þessara tíma (eins og
t. d. Channing, er hann varð fyrir miklum áhrifum frá).
En dýpst i allri trúarþörf Matthiasar er umhyggjan fyr-
ir manninum. Hann treystir ekki til fulls visindunum,
finnst þau ekkert slcjól veita manninum, enga mann-
úð fela i sér, þvi að vitanlega gerði liann sér ekki grein
fyrir framtíðarskipulagi sósíalismans, er tæki visindin
algerlega í þjónustu mannúðar og félagslegs rétllætis.
Hann var i rauninni á flæðiskeri staddur með allt sitt
fólk, alla, sem liann varð að telja i kjark og hugga.
Hann þekkti enga rökfasta félagslega úrlausn á vanda-
málum þess, aðeins hrennandi samúð. Þess vegna er
öll hans iífsskoðun á hverfandi hveli. Trúin og ástúð-
ín varð honum athvarf i þeirri nauð. En til liinzta and-
ardráttar er liann samt opin hlust við úrlausn vísind-
anna. Og þegar spiritisminn talar til lians í þeirra nafni,
flýgur liann að minnsta kosti til hálfs í faðm hans. En
livert, sem hann leitar og hvarflar, er maðurinn lians
fyrsta og síðasta áhugaefni, mannúðin hin lýsandi sól
í öllu lífi lians og skáldskap.
Þannig brá fyrir augu landi þessa skálds, við hinn