Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 242
Og árin líða. Hefur einlcum sú síðasta, er út kom í haust, vakið
allmikla eftirtekt og hlotið góða dóma.
Jón Þorleifsson er alkunnur bæði sem listmálari og listdóm-
ari. Er gaman að geta kynnt lesendum Rauðra penna hinn mikla
snilling, Picasso. Ritgerðinni fylgir á sérstöku blaði prentmynd
af hinu fræga Guernica-málverki.
Halldór Helgason, bóndi á Ásbjarnarstöðum i Borgarfirði, er
eitt af hinum hagorðu alþýðuskáldum okkar. Hann hefur gefið
út eina ljóðabók: Uppsprettur.
Helge Krog, norskur rithöfundur, er skarpur og hvassyrtur
gagnrýnandi. Hann hefur samið nokkur leikrit, en er sérstak-
lega frægur fyrir tvö ritgerðasöfn sin: Meninger og mange ting
og Meninger om böker og mennesker. Hann er óvæginn i dóm-
um sínum, þegar honum þykir listinni misboðið hjá skáldunum
og þjóðfélaginu í heild. Þýðandi þessarar ritgerðar er Eiríkur
Magnússon. Nafn hans hefur fallið niður í ógáti.
Eiríkur Magnússon, kennari, átti ritgerð í 2. bindi Rauðra
penna, og víðar hafa birzt greinar eftir hann. Eirikur er einn
af þeim, sem átti mestan þátt i stofnun Máls og menningar og
er hann i stjórn félagsins.
Stefán Jónsson, kennari, er ungur rithöfundur. í fyrra kom
út fyrsta hók hans, smásagnasafnið Konan á klettinum.
Þóroddur frá Sandi, kennari á Eiðum, er sonur Guðmundar
skálds Friðjónssonar. Eftir hann hafa birzt nokkrar smásögur
og greinar í tímaritum.
Kári Tryggvason, Víðikeri í Þingeyjarsýslu, er ungt Ijóðskáld,
sem birzt hafa eftir nokkur kvæði áður.
Sveinn Bergsveinsson er ungur norrænufræðingur, sem dvel-
ur um þessar mundir í Kaupmannahöfn.
Skúli Guðjónsson, bóndi á Ljótunnarstöðum í Strandasýslu, átti
ritgerð í fyrsta bindi Rauðra penna. í Iðunni og Rétti hafa enn
fremur birzt allmargar ritgerðir eftir hann.
Iíagsaluk er grænlenzk kona, sem Christian Leden hitti á ferð
sinni meðal Eskimóa, og söng hún fyrir hann lag það, sem hér
birtist og hún sjálf hafði samið. Tvöföldu tengibogarnir eiga
að tákna glissando. Þetta er í fyrsta skipti, sem Rauðir pennar
flytja lag, og er það gert til gamans og tilbreytni. Verði þessu
vel tekið, munu Rauðir pennar birta næst eitthvað frumsamið
í þessari grein.
Karl O. Runólfsson er mjög efnilegt ungt tónskáld, er menn
vænta sér mikils af.
Um aðra höfunda, sem skrifa í þetta bindi Rauðra penna, var
getið í síðasta árgangi.
240