Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 196
ar form mannlegrar kúgunar. Hið fyrra er miðalda-
legt. Drottnendurnir á Fæti undir Fótarfæti eru liarð-
stjórar, hræsnislausir fantar, án nokkurrar ytri fágun-
ar. Þeir hafa eðlislæga nautn af að kvelja lítilmagn-
ann. Öll framkoma þeirra stjórnasl af girnd, illmennsku
og heimsku. Þeir eiga eittlivert frumstætt villieðli, sem
er hamslaust, þar sem það nær til að kúga og beita
ofríki, undirlægjulegt, sneypulegt og hrætt, þar sem
það á við sterkari öfl. Andrúmsloftið kring um þá er
niðamyrkur, þreifandi andleysi, galdrabrennur, ofstæki.
En livers vegna þetta miðaldalega andrúmsloft í sögu,
sem á að gerast á okkar dögum? Margir segja: Svona
meðferð þekkist ekki á niðursetningum nú á timum og
líta jafnvel svo á, að liér sé verið að draga fram óraun-
hæfar myndir, sem séu íslenzku þjóðinni til smánar.
Slíkir dómar hera greinilega með sér, áð lesandinn hef-
ur ekkert skilið af sögunni. Ljós heimsins er eklci stað-
hundið við íslenzka sveit. Það er aukaatriði, hvar sag-
an gerist. Engum erlendum ritdómara dettur í hug, að
sagan eigi sérstaklega við ísland, allir gefa þeir henni
almenna merkingu. Það er alls ekkert deiluatriði, að
heimili eins og Fótur undir Fótarfæti er í hókstafleg-
um skilningi ekki til á íslandi. Höfundurinn er með
allt önnur sjónarmið í huga. Honum gengur lil hjarla
hin andlega og líkamlega kúgun mannsins. Tilgangur
lians er að lýsa þeirri kúgun. Til þess velur hann ein-
falda íslenzka mynd: Meðferð á varnarlausum niður-
setningi, svartasta dæmi kúgunar, sem við þekkjum
úr sögu okkar. Það er augljóst, hvað knúið hefur skáld-
ið til að taka þetta yrkisefni. Það er nútímafasisminn.
Undir ofbeldisstjórn hans liefur mannleg kúgun komizt
á liástig, eins og endurvakin og samandregin í nýtt
veldi öll svartasta kúgun sögunnar, þegar menn hafa
aftur og aflur verið ofsóttir, pjmtaðir eða hrenndir fjTÍr
að segja þann sannleika, sem valdhafarnir liafa hræðzt
mest á hverjum tínaa. ólafur Kárason er óslaðhundið
194