Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 200
lítið eftir heimili húsfreyju Kamarillu, er aðeins i öðru
formi. Hér er það okkar eigið lýðræðislega auðvalds-
skipulag, sem höfundurinn er að draga upp mynd af.
Við fáum líkingu þess í liinni afskræmdu þjáningar-
mynd Hólshúðar-Dísu, sem vekur hrylling hjá hverj-
um þeim, sem liefur nokkra tilfinningu fyrir mann-
legri kúgun.
IV.
Eitt af því, sem einkennir þetta nýja skáldverk Hall-
dórs skýrar en f}rrri sögur hans, eru sterkari andstæð-
ur, skarpari linur dregnar milli þess, sem er rétt og
rangt, fagurt og ljótt. Það eru hinir andstæðufullu tím-
ar, sem liafa kennt skáldinu þennan skarpari greinar-
mun. Á alþjóðlegan mælikvarða liefur auðvaldsstétt-
in liin síðustu ár farið með opinskátt, heiftarfullt stríð
á hendur öllu vinnandi mannkyni. I þessari stvrjöld
hefur komið upp á yfirborðið meiri sori, spilling og
grimmd, en við hefðum viljað trúa, að til væri i þjóð-
félögunum. Engar aðferðir hafa verið of níðingslegar
til þess að lieita þeim í hernaðinum við mannkynið
og ræna lieilar þjóðir lífi og frelsi. Innan hverrar þjóð-
ar er háð sama stríðið, beitt svipuðum hernaðaraðferð-
um gagnvart allri alþýðu. Hins vegar hefur jafnframt
hin síðustu ár orðið augsýnilegt, hve varnarlaus er að-
staða fjöldans móti nýtízku hernaði auðmannastéttar-
innar. Andstæðurnar í þjóðfélögunum hafa þannig hirzl
í skýrari mynd en nokkru sinni áður. Það eru þessar
andstæður, sem móta æ skarpar hugmyndir hins sjá-
andi skálds. Það kann ýmsum að finnast, að Júst, Nasi,
Juel J. Juel, Pétur Þríhross og fleiri persónur i sögu
Ólafs Kárasonar, séu dregnar svörtum litum. En livað
eru þær nema litil dæmi, ef þær ættu að gefa hugboð
um þá faglærðu glæpamenn auðvalds og' fasisma, sem
standa að baki uppreisninni á Spáni, árásarstríðinu
á Kina eða svikunum við tjekknesku þjóðina? Þeir les-
198