Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Side 3

Iðnneminn - 01.05.1996, Side 3
Haustið 1993 réð- ust nemendur Hót- el- og veitingaskóla íslands í að gefa út veglegt skólablað. Blaðið var gefið út í samvinnu við Iðn- nemasamband ís- lands undir nafninu Iðnneminn. Nú er aftur komið að út- gáfu skólablaðs. etta blað er eðli málsins samkvæmt það síðasta sem gef- ið verður út í nafni nemenda Hótel- og veit- ingaskóla Islands. Ég fagna því að nemendur skuli ráð- ast í verkefni á borð við þetta. Verkefnið krefst mik- illar vinnu og þar með nokkurra fórna af hálfu þeirra sem starfið mæðir mest á. Verk á borð við þetta krefst einnig mikillar sam- stöðu í hópnum og við höf- um orðið vör við það hér að hann er samstæður og ræðst af fullum krafti til atlögu við þau verkefni sem fyrir liggja, hvort sem þau tengj- ast námi eða félagsstarfi. Sú önn sem brátt lýkur er sú síðasta sem Hótel- og veit- ingaskólinn starfar. Tveir leiðbeinendur sem starfa við skólann hafa verið ráðn- ir til starfa við Menntaskól- ann í Kópavogi þar sem nám í framreiðslu og mat- reiðslu mun í framtíðinni standa til boða. Við vonum að reynsluleysi þeirra verði þeim ekki fjötur um fót við skipulagningu þess náms sem þar á að fara fram og að eitthvert brot þeirrar menn- ingar sem hér hefur skapast fylgi þeim á nýjar slóðir. Að hausti munu allir starfs- menn skólans taka til starfa á nýjum vettvangi, sumir við kennslu og aðrir við önnur störf. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim gott samstarf og óska þeim velfarnaðar. Sumir þessir starfsmenn hafa verið samverkamenn mínir í allt að fimmtán ár en aðrir skemur. Vissulega fylgir því eftirsjá að hætta að vinna með fólki sem maður hefur átt hnökralaust samstarf við um langan tíma. Að sjálf- sögðu fylgir því einnig eftir- sjá að hverfa frá starfi þar sem sérþekking manns og reynsla nýtist og þurfa að byrja upp á nýtt að afla sér reynslu og þekkingar á öðr- um vettvangi. Nemendum vil ég þakka ánægjulegt og gefandi samstarf. Það eru vissulega forréttindi að hafa það fyrir atvinnu að fylgjast með ungu fólki í leik og starfi og sjá það þroskast bæði vitsmunalega og fag- lega, ekki síst ef maður telur sig hafa átt einhvern hlut að máli. Að lokum vil ég hvetja menn til að halda vöku sinni í varðveislu réttinda sinna. Þótt ekki virðist stefnt að breytingum á rétt- indum er ætíð hætta á að það los sem óhjákvæmilega verður þegar verið er að koma hlutum fyrir í nýjum farvegi verði til þess að menn sofni á verðinum og óæskilegar breytingar eins og laumist inn. Ég vil ítreka þakkir mínar til samstarfsmanna minna og nemenda fyrir ánægjuleg kynni og óska þeim alls góðs í framtíðinni. Einnig flyt ég framreiðslu- og mat- reiðslumönnum kveðju skólans og starfsmanna hans með von um að grein- arnar megi lifa og dafna um langa framtíð. Guðmundur Agnar Axelsson skólameistari 6 Nýr Hótel- oq mQtvælaskóíi 10 StQðbundnar Pranskor mQtrQÍðsluoðPorðir MotrQiðslusvQinor 18 AAilljónkall ó hvorn nomo! 21 Innra oPtirlit 22 SkommtanolíP nQmo íHVÍ , 24 flmnosty ó íslondi 25 OrloP oq Qtvinnul0i,jsi 28 l. maí óvorpið 29 Frumvarp PélagsmálaráðhGrra 30 Borgorholtsskólinn 33 Kortatoikning í Horsons 34 NomondQpélQg F.B. 42 OBGSSU 47 Bit og klýpingur IÐNNEMINN .

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.