Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Side 10

Iðnneminn - 01.05.1996, Side 10
A uð un n S. V alss on y, le de france, Paris og Norð- urhéruð: Paris hefur alltaf verið miðstöð ólíkra matreiðsluaðferða, líklega vegna þess að þangað sækir fólk úr öllum héruð- um Frakklands. Þessvegna er sagt að París eigi sér enga sérstaka matreiðslu- hefð, heldur hafa hefðir úr öðrum hér- uðum komið með fólkinu. Engu að síður eru þó nokkrir réttir sem bera nafnið „á la parisienne" eins og til dæmis „Pommes de terre á la parisienne". En þekktasti rétturinn, sem kemur sennilega frá veitingahús- um á gamla markaðinum í París (Les Halles), er lauksúpan heimsfræga eða Soupe á L'oignon. Fiskur frá ströndum norðurhérað- anna er fluttur til Parísar og nágrennis. Eins er um grænmeti og ávexti sem kemur daglega á markaðinn. Besti spergill Frakklands kemur frá Argenteuil og er hann t.d. meðlætið með „Filet de sole Ile de france" og bestu jarðaberin eru frá Vaugiraud sem eru uppspretta margra staðbundinna rétta. Nefna má t.d. Jarðaber „Créme Chantilly" (Til heiðurs Hertoganum af Condé sem átti kastala sem hét Chantilly). Vegna nálægðar við belgísku landamærin hefur svæðið orðið fyrir nokkrum flæmskum áhrif- um í matargerð eins og sumir réttir sýna, þar má nefna t.d. „Carbonnade de Boeuf Flamande" . Ekki má gléyma þekktum afurðum eins og Brie ostinum og kampavíninu sem var fullkomnað af munkum Dom Perignon klaustursins á sautjándu öld- inni. Héruðin er ekki þekkt fyrir vín- gerð að öðru leyti. / rittaníuskagi (Ðretagne) : Réttir frá Brittaníuskaga eru kannski ekki þeir þekktustu af frönskum rétt- um, en þeir þykja einfaldir og byggjast mikið upp á hrámeti ýmiskonar og ferskleika. Skaginn er mjög vindasam- ur og er umlukinn sjó á þrjá vegu. Sjáv- arfang er fyrirferðamest á matseðlin- um. í saltblönduðum jarðveginum þrífst næstum eingöngu lágvaxinn gróður vegna vindsins. Og þar af leið- andi einnig lágvaxið grænmeti svo sem ætiþistlar og blómkál sem ræktað er umhverfis Roscoff. Lambakjöt er einnig algengt og mest umhverfis Mont St Michel flóann og þaðan kem- ur hinn frægi réttur „Gigot aux haricots á la Bretonne". Við ströndina, sem er einna hrikaleg- ust í heimi, kemur skelfiskur og sjávar- fang eins og kræklingur, krabbar, hörpufiskur og makríll. Réttir eins og hinn frægi „Skötuselur á la Armoricaine" (Americane) og „Skata beurre noir" kemur frá Brittaníuskaga en skaginn hét áður Armoricaine. Brittaníuskagi er einnig þekktur fyr- ir gott smjör sem notað er í bakstur staðarins, eins og „Kuign Aman" sem svipar til croissant en er mikið sætari. Það er ekki til sá smábær eða þorp á Brittaníuskaga sem ekki á sér að minnsta kosti einn eða fleiri pönnu- kökustað (créperie). A þessum stöðum fást hinar þunnu pönnukökur með mismunandi fyllingum, hvort sem fullkomin máltíð, eftirréttur eða sem biti á milli mála. Einu nothæfu vínræktarlönd Brittan- íuskaga eru þær sem umlykja borgina Nantes, nærri Loire héraði. Muscadet vínið er talið mjög gott og hentar það fullkomlega með skelfiski staðarins eða sem frískandi sumardrykkur. Hvað sem því líður er héraðið þó þekktast fyrir Ciderinn, (eplavín stundum blandað perusafa með lágu alkaholmagni) sem koma aðallega frá Fouesnant og Beg meil. f.( njou og Loire: Áin Loire er matarkista héraðsins og gefur hún meðal annars laxinn af sér sem er notaður í marga rétti eins og t.d. „Saumon poché au beurre blanc". Á bökkum árinnar eru hvítvínsvínekrur sem eru á meðal þeirra bestu í frakk- landi. Þau eru löguð úr „Chenin Blanc, Muscadet, Vouvray, Sauvenniére og Saumur" vínberjunum. Á eftir Champagne héraði eru freyðivín Loire þau þekktustu í frakklandi. Plómur vaxa í Loire dalnum og hafa þær senni- lega borist þangað með krossförum miðalda frá Damascus. Þær eru notað- ar bæði í aðal og eftirrétti. Nokkrar teg- undir af perum eru ræktaðar á svæð- inu í kringum þéttbýlið, t.d. Williams, Duchesse, Jeanne d'Arc, og Anjou sem eru þær notaðar í tertur, bökur og aðra gómsæta eftirrétti. Ennfremur er héraðið þekkt fyrir rjómaost og eftirrétti lagaða úr honum, borna fram með sykri eða ávaxtam- auki. L yon: Lyonborg hefur þann heiður að vera talin í forustuhlutverki hvað varðar matreiðslu Frakklands og hafa að geyma besta hrámetið til matargerðar. Vegna nálægðar Burgundy er mikið um „Charolais" nautakjöt og „Bresse" kjúklinga í réttum nefndum eftir stöð- um í héraðinu. Svínakjöt er einnig al- gengt í réttum frá Lyon. Nærri Daup- hiné voru í fyrsta sinn ræktaðar kart- öflur með árangursríkum hætti á sautj- ándu öldinni. „Saucisson en brioche", sem er nokkurskonar pylsa bökuð inni

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.