Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 12
IfaffcóliHM í IKiyitytwík. Þrcnns konar menntun er í boði við Iðn- skólann í Reykjavík. Fyrst er að nefna menntun til starfsréttinda sem sam- anstendur af almennum bókgreinum, fagbók- legum greinum og verklegum greinum. Hér er til staðar all mismunandi skipulag á menntun- inni. Veitt er menntun í löggiltum iðngreinum sem og undirbúningsmenntun fyrir sveinspróf sem tekur yfirleitt um íjögur ár. Þeim nemum sem eru á samningi hjá meistara er ædað að vera þrjár annir í skóla en læra fagið að öðru leyti undir handleiðslu meistara síns. Til þess að ljúka iðnnámi eru einkum farnar þrjár leiðir: Námssamningur við meistara. Á við þar sem engin grunndeild er fyrir hendi. Grunndeild og námssamningur (starfsþjálf- un). Grunndeild og framhaldsdeild og námssamn- ingur. Hvaða námsleið á við hverju sinni er háð iðn- greininni. Auk hefðbundinnar iðnmenntunar eru i boði menntun í tækniteiknun, tölvufræði og hönnun Iðnnemum, iðnsveinum og meisturum gefst tækifæri til að ljúka við tæknistúdentspróf en slíkt próf veitir aðgang að framhaldsnámi innan tækni- skóla og háskóla innanlands sem erlendis. Að lokum er boðið upp á fullorðinsfræðslu og eftir- menntun I kvöldskóla er starfrækt meistaranám cn einnig nám í almennum bóknámsgreinum, grunndeild rafiðna og tréiðna, húsasmíði, hönn- un, rafeindavirkjun, tækniteiknun og tölvuffæði. Ennfremur er stuðlað að eftir- menntun innan skólans í formi nám- skeiða. Hausið 1997 voru um 2000 nem- endur skráðir í dagskóla, kvöldskóla og í eftir- menntun. Inntökuskilyrði Allir, sem lokið hafa grunnskólanámi eða hlotið jafngilda undir- stöðumenntun, eiga rétt á að hefja nám við skólann að fúllnægðum kröfum um starfsþjálfun þar sem hennar er krafist. Einstakar iðngreinar og starfs- námsbrautir innan skólans Bókiðnir Námið skiptist í þrjár brautir sem nemendur velja áður en námið er hafið; prentsmíð (setn- ing, urnbrot og filmuvinna), prentun og bók- band. Nemendur eru eingöngu samnings- bundnir við meistara. Að loknum fyrsta vetri (tveimur önnum) þurfa nemar að hafa útvegað sér starfsþjálfun á vinnustað áður en þeir hefja nám á 3.önn. Klæðskurður/kjólasaumur Á fyrstu 6 önnum námsins cr námið sameigin- legt. Á 7. önn skiptist námið í kjólasaum og klæðaskurð. Hárskurður og hárgreiðsla hafa verið sameinuð í eina iðngrein sem nefnist hár- snyrtiiðn. Námið tekur fjögur ár og hefst með eins árs námi í skóla en síðan fara nemar í samningsbundna starfsþjálfún á stofu í eitt ár. Á 3.önn korna þeir aftur í skólann en fara í starfsþjálfim á ný áður en 4. önnin hefst. Hönnunarbraut Á hönnunarbraut er lögð áhersla á að nemendur fái skilning á hönnunarferli og geti unnið markvisst að þróun hugmynda frá grunni að einföldu módeli. Brautin er góður undirbúningur fyrir frekara nám í hönnun inn- an lands sem og erlendis ásamt því að vera góð- ur viðauki fyrir þá sem eru í iðnnámi. sem er alfarið á vegurn skólans. Eftir þessa starfsmenntun er í boði framhalds- menntun til stúdentsprófs Hársnyrtiiðn 12

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.