Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 21

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 21
 I ; s| "'É ‘ I‘ Ý / i'áfc : > m / I É ■ Wtjjíj:: - - 9 .>■ // 'jmSMx: ’ fl „Líður vel innan um fjöllin" NAFN: Elsa I’óra Eggcrtsdóttir ALDUR: 24 ára HVAÐAN KEMUR ÞÚ: Fædd og uppalin í Kópavogi HVAÐA NÁM STUNDAR ÞÚ: Eg cr á fyrsta ári í útskuröi HVERNIG FÉKKST ÞÚ UPPLÝSINGAR UM SKÓLANN: Eg fékk upplýsingar hjá Alþjóðaskrifstofu Há- skóla Islands. HVERSVEGNA VALDIR ÞÚ HJERLEID: Ég vildi læra útskurð en ckki cr liægt að læra hann á Islandi svo ég þurfti að fara af landi brott. Ég valdi Noreg því landið hefur mikla hefb fyrir útskurði og sérstaklega Dovre og ná- grenni. ERTU ÁNÆGÐ MEÐ VAL ÞITT Á NÁMI OG SKÓLA: Já, skólinn hefur uppfyllt allt það sem ég hafði hugsað mér að námið gengi út á. Námið geng- ur alveg ágætlega þannig að ég er alveg sátt. Kennararnir eru einnig mjög flinkir bæði í út- skurði og að útskýra fyrir nemandanum nárnib. HVERNIÐ LÍÐUR ÞÉR í DOVRE: Ég þrífst mjög vel hérna. Dovre er lítill stað- ur en fólkið er mjög hjálplegt og þolinmótt þegar ég reyni að tala norsku. Ég hef eignast rnikið af góðum vinum hérna sem ég mun sakna rnikið þegar skólanum lýkur, við höfiim brallað mikið saman krakkarnir í skólanum og þá sérstaklega þau sem búa með mér á skóla- lóðinni. Mér líður rnjög vel hérna innan um fjöllin þó stundum sakni maður þess að sjá ekk- ert annað en fjöll allan daginn. HVERJAR ERU ÞÍNAR FRAMTÍÐAR- HORFUR: Ég ætla mér að vera hérna næsta vetur og reyna við sveinsprófið. Eftir sveinsprófið er æd- unin að koma heim og skera út í nokkurn tíma tíl að fá meiri æfingu en fara svo að kenna eða stofna eigið verkstæði. Ég tel að útskurður eigi ágætar framtíðarhorfur á Islandi, margir hafi áhuga á að eignast sérhannaða hluti og margir sem hafi áhuga á því að læra þetta fag. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að hugsa til þess að hafa þetta sem valfag til að byrja með í tréiðn- aðardeildinni og ef áhuginn er það mikill þá að koma á fót útskurðardeild í iðnskólum landsins. I ð n n e m i n n 21

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.