Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 20

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 20
NAM I TREUTSKURÐI í NORSKU FJALLAÞORPI / gera það sem hann vill innan vissra stærðartak- markana. A seinna árinu er svo farið í rókókóstílinn og með því er kennd teikning og verklegir áfangar. Skólinn hefur bæði her- bergi og íbúðir til að leigja nem- endum sem þess óska. Fjögur hús eru á skólalóðinni, í þremur þeirra eru einstaklingsherbergi. Hvert hús hcfiir í kringum 12 herbergi með sameiginlegu eldhúsi, sturtu og klósettum. I sumum húsunum er stofa með sjón- varpi. Sjónvarpsherbergi fyrir alla er í sérbyggingu á skóla- lóðinni, en þar er sjónvarp með gervihnetti. I herbergj- unum er vaskur, rúm, skrif- borð, stóll og hillur en sameiginlegur ísskápur er í eldhúsinu. I tjórða húsinu eru átta stúdíóíbúðir. Leigan er 900 Nkr. Fyr- ir einstaklingsherbergi en 1700 Nkr. Fyrir leigu á stúdíóíbúðunum. Nemendur skólans koma frá öllum hlut- um Noregs því þetta er eini skól- inn í Nor- egi sem kennir út- skurð. Fé- lagslífið á vegum skólans er ekki mikið en nemendurnir sem búa hérna á lóðinni gera oft eitthvað saman. Billjard- og borð- tennisborð eru til staðar á skólalóð- inni. Farið er á kránna um helgar eða á skíði en einnig er far- ið á böll í nágrannasveitunum. Reynt er að fara reglulega til stærri bæja til að missa ekki allt vit og sjá einhverja mcnningu. Ilitlu þorpi innan um stórfjöll Noreps er ís- lensk stúlka að Ura útskurð. Elsa Þóra Egg- ertsdóttir hefur stundað þetta nám síðan í haust og sem fyrrverandi ritstjóra Iðnnemans fannst henni upplajjt að senda kynninjju á skól- anurn í þetta málgacfn iðnnema á Islandi. Hér geta iðnnemar því kynnst námi, lífi og leik í fjallaþorpinu Dovre. hægt að velja á milli húsgagnasmíði og útskurð- ar. Húsgagnasmíðin er eitt ár áður en samning- urinn tekur við og eins er með útskurðinn. Fá fyrirtæki í Noregi taka útskurðarnema á samn- ing en Hjcrleid er eini skólinn í Noregi sem hefur lcyfi til að taka nema á samning í skölanum. Samnings- Hjerleid vidaregáande skole er í Dovre eða nánar tiltekið í Guðbrands-dalnum í Noregi. Dovre er í um það bil tveggja klukkustunda akstri frá Lil- lehammer og um 4 tíma frá Oslo. I sveitarfélaginu Dovre búa 3200 manns á 1.487 ferkílómetra svæði. I Dovre er kaupfélag, bensínstöð, banki, pósthús og veitingahús sem lokar klukkan sjö. I 12 km fjarlægð norður af Dovre er stærra þorp sem heitir Dombás en þar eru fjórar bens ínstöðvar, þrjár stórar matvöruverslan- ir, hótel, krá, tvcir veitingastaðir, kaffi- hús og nokkrar minni verslanir. Guðbrandsdalurinn er þekktur fyrir fjallahringinn sem umlykur hann. Þorpið er í 485,5 metra hæð yfir sjávarmáli þannig að þegar komið er á fjallatoppana er maður nálægt 1000 metrum yfir sjávarmáli eða hærra. Hér er mjög gott útivistarsvæði og skíðaaðstaða er ágæt. Hérna eru einnig góð veiðilönd en veiðimenn þurfa að passa sig á vís- undunum sem þrífast hér í fjöllunum. Ef kom- ið er of nálægt þeim er það eina sem hægt er að gera að vona að maður geti hlaupið hraðar en vísundurinn, því ekkert er um tré efst uppi í fjöllunum. I Hjerleid vidaregáande skole er kennd húsgagnasmíði, útskurður og bifvélavirkjun. Skólinn byrjar þriðja mánudaginn í ágúst og lýkur þriðja föstudag júnímánaðar. Ekki þarf að borga skólagjöld en greiða þarf gjald fyrir efn- isnotkun. Inni í efniskostnaðinum eru reiknuð not á vélum og verkfærum. I bifvélavirkjun er grunndeild sem tekur eitt ár og framhaldsdeild sem er eitt ár til viðbótar en svo tekur samning- urinn við. I tréiðnadeildinni er grunndeild, sem er sameiginleg fyrir húsgagnasmíði og útskurð, en hún er eitt ár. Eftir grunndeildina er svo tímabilið er frá skólabyrjun og fram í maí en þá er tekið sveinspróf i þremur stíl- tegundur; drekastíl (víkingatímabilið), barokk og rókókó. A fyrsta árinu er aðaláherslan lögð á barokk en farið aðeins út í drekastílinn. Nem- andinn er í teikningu, stílfræði, norsku, ensku, félagsfræði, leikfimi og nokkrar vikur í vélafræði ásarnt verklega þættinum. Byrjað er á fimrn skylduverkefnum en eftir þau má nemandinn 20 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.