Ljósberinn - 01.11.1939, Blaðsíða 8
240
LJÓSBERINN
vildu ekki koma, sendi konungurinn þjón-
ana aftur af stað — út á stræti og gatna-
mót og lét þá kalla saman fátæklinga,
blinda, menn, halta og vanheila.. En þá
hugsar drengurinn sem svo: Pac) var búiö
að kaupa í matinn og búa hann til, þess
vegna varð að nota hann; það var þó betra
að fátæklingarnir feng'ju hann, en að vera
að geyma hann í búri konungsins og láta
hann skemmast. Hann va.r konunginum al-
veg sammála um þetta.
En svo var eitt, sem drengurinn átti erf-
itt með að átta sig' á. Var ekki ölJ þessi
saga einhverskonar líking? Va.r það i raun
og veru, að Guð vildi aðeins hafa »fína
fólkið« á þessari hátíð sinni á himnum?
Það stóð ekkert. um það í byrjun, að hann
hefði boðið óðrum. Að fátæklingarnir kom-
ust í veizluna var bara því að þakka* að
hinir höfnuðu boðinu. Hann varð að fá
betri upplýsingar um þetta, og þess vegna
rétti hann upp hendina.
Og kennarinn útskýrði málið á þessa leið:
Jesús atti marga mótstöðumenn: fariseana
og' Sadúseana, hina skriflærðu og' æðstu
prestana. Sumir þessara manna voru ein-
mitt viðstaddir, þegar Jesús sagði þessa
dæmisögu um brúðkaup konungssonarins.
Ou' begar hann talaði um höfðingja og
heldri menn, sem höfnuðu boði konungs-
ins, þá átti hann einmitt við þessa and-
stæðinga sína, sem voru svo vel settir í
bessum heimi, að þeir kærðu sig ekkert
um það ríki og þá hátíð, sem Jesús var
að boða. —- Nú varð líkingamál sögunnar
öllum skil janlegt.
Kennarinn sagði, að Guð elskaði alla, a.U-
ir væru kallaðir, allir boðnir; enginn mætti
halda, að hann væri settur h.já. Jesús hefði
hagað orðum sínum svona til að aðvara
þá andvaralausu, sem ekki elska Guð og
Son hans.
Og svo var eitt enn, seinna í sögunni,
sem drengnum fannst svo undarlegt: Kon-
ung'urinn kemur inn, til að heilsa gestum
sínum. Þá sér hann einn, sem ekki er í
brúðkaupsklæðum. — Ot með hann! Og
þjónarnir varpa honum á dyr! Þetta var
sorglegt!
Kennarinn gefur skýringu: Þao var sið-
ur í Austurlöndum, er ríkir menn héldu
veizlur, að þeir gáfu gestum sínum hátíða-
búning. Þegar Jósef hélt bræðrum sinum
veizlu I Egiptalandi, gaf hann hverjum
þeirra alklæðnað (I. Mós. 45: 22). Og þeg-
ar glataði sonurinn kom heim og bað fyrir-
gefningar, faðmaði faðir hans hann að sér
og sagði við þjóna sína: Komið fljótt með
hina beztu skikkju og færið hann í, drag-
ið hring á hönd hans og skó á fætur hon-
um (Lúk. 15: 22).
Þannig hefir Guð líka hátíðabúning
handa okkur, ef við þiggjum boð hans.
Það er réttlætisskrúði Jesú Krists. Og um
þann búning eigum við fallegt vers:
Dýrðarkórónu dýra
Drottinn mér gefur þá;
réttlætisskrúðann skýra
skal ég og líka fá
upprisudeginum á,
hæstum heiðri til reiddur,
af heilögum englum leiddur
1 sælu þeim sjálfum hjá.
Okkur eru fyrirgefnar allar okkar synd-
ir, ef við trúum á Jesúm Krist og snúum
baki við öllu illu.
Enginn fær að vera í Guðs ríki, sem ekki
er skrýddur hinum rétta búningi.
Kennslustundinni var lokið. En margir
drengjanna geymdu í hjarta sínu hugsan-
irnar um brúðkaup konungssonarins. Þeir
höfðu sannfærst um það, að þeir væru líka
boðnir. Og þeir þráðu að eignast brúð-
kaupsklæðin.
Á. Jóh.
( blaði nokkru stóð svo hljóðandi frétlagrein:
»Hinn alþekkti leikart N. N. varð fyrir þvi
óhappi í gær, að bifreið ók yfir h,ann. Þó voru
meiðslin ekki meiri en svo, að hann lék í tveim
»stykkjum,« í gærkvöldi«.
Pegar gömul koná heyrði þetta lesið, hrópaði
hún upp yfir sig: »Ja, flest geta menn nú orðið!
Nú leika þeir, ])ó þeir séu í tvennu lagi!«