Ljósberinn - 01.02.1944, Qupperneq 8

Ljósberinn - 01.02.1944, Qupperneq 8
8 LJÓSBERINN ið var; liún hafði bara brosað og gert sér ofurlítið gaman úr þessu, svona með sjálfri sér; en það kom svo sem ekki af illu fyrir henni, því að lienni þótti und- ur vænt um föður sinn. Nú gekk hún, kóngsdóttirin, alveg rak- leitt og ófeimin til föður síns, lagði sína snjóbvítu arma um liáls honum og kyssti á „feita“ vangann á honum, svo að small í, og kóngur æjaði upp yfir sig. Og svo sagði hún við liann svo reglulega sæt og glettnisleg: „Góði pabbi, eigum við ekki að láta auglýsa um alla borgina og í öllum dag- blöðunum, að sá, sem getur losað þig við þetta óræstis tannkýli innan tveggja daga, skuli fá mig fyrir konu. Þú getur verið bárviss um, að þetta er iang skynsain- asta ráðið“. En hún sagði þetta nú meðfram af því, að hana langaði til að giftast, eins og aðr- ar ungar stúlkur. Henni datt í liug, að með þessu mótinu gæti hún kannske náð sér í mannsefni, sem eitthvað kynni og væri kannske dálítið kænn um leið, en ekki eins lieimskur, hégómlegur og spjátr- ungslegur eins og margir þeir prinsar og hábornir menn, sem voru að koma sér í mjúkinn hjá henni. Þá gat hún ómögu- lega liðið. Kóngi fannst nú þegar í stað, að það væri dálítið skrítið, að taka svona í inálið. „Það verð ég nú að segja þér, dóttir góð, að mér þykir þessi uppástunga þín all-einkennileg. Hún er svei mér nærri því — si sona — þetta, sem kallað er frumleg. En — humm! Eg skal minnast á þetta við ráðherrann minn“. „Svei attan ráðlierranum“, svaraði kóngsdóttir með ákefð, „við skulum gera þetta á auga lifandi bragði — hvað kem- ur það ráðherranum við?“ Og svo kyssti liún föður sinn annan kossinn til. „Æ, æ, æ, stúlka! Ertu frá þér! Hrnnm! Já. Ef þér er þetta alvara, — þá svei attan ráðherranum. Ég hefði nú í raun- inni gaman af að segja það með þér svona í eitt skipti. Það er svo sjaldan sem mað- ur getur gert að gamni sínu í minni stöðu — si sona: Og svo var það þá auglýst um allar götur með trumbuslætti, og í ölluin dag- blöðunum, að sá, sem gæti losað kóng við tannkýlið innan tveggja daga, mætti fá kóngsdótturina fyrir konu. Nú ætla ég að segja vkkur hvernig þetta fór. Það er nefnilega það bezta í allri sögunni, líkt og rúsínan í endanum á sláturkeppnum. Frá því er þá fyrst að segja, að á ein- manalegu kvistherbergi, einhversstaðar í allra þrengstu götunum í höfuðstað kóngsins, þar stakk fátækur stúdent höfði út um glugga og reykti voða langa pípu. Hann lagði eyrun við því, hvað kóngur væri að láta auglýsa niðri á götunni með trumbuslætti. Stúdentinn átti nú eigin- lega að vera að lesa undir próf, og það hafði liann nú annars verið að gera. En fyrir svo sem drykklangri stundu fanu liann svo sárt til sultar, að liann hafði ekkert viðþol, og þá var hann þó að lesa af kappi. Nú með þvrað hann álti ekki grænan eyri til að kaupa fyrir mat handa sér, þá lagðist hann, eins og áður var sagt, út í gluggann og fór að brjóta heil- ann um, hvernig liann ætti að fá sér eitt- hvað til matar þann daginn. Það er nú bara gott að vera soltinn, ef manni er hægt um hönd að fá eitthvað

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.