Ljósberinn - 01.02.1944, Síða 9

Ljósberinn - 01.02.1944, Síða 9
LJÓSBERINN 9 ofan í sig, já, þá er það blátt áfram mesta indæli; en að vera banhungraður og vita ekkert, hvaðan maður á að fá mat — það er heldur verra, það er nú blátt áfram kvalræði. En áfram með söguna. Stúdentinn lá úti í glugganum og trumbuslagarinn hróp- aði niðri á götunni: „Kóngurinn gefur þeim dóttur sína, sem getur losað hann við tannkýlið innan tveggja daga!“ En hvað hann hugsaði grant eftir þessu, ræfils stúdentinn! Hann hugsaði með sér: Það væri nú ekki svo vitlaust, ef maður gæti það. En til hvers er fyrir mig að vera að liugsa um slíkt! Auðvitað var hann að lesa lækn- isfræði og ætlaði sér að verða læknir; en hann var ekki kominn svo langt, að hann gæti nokkuð læknað. En gaman væri nú samt að freista liarn- ingjunnar. Daginn áður mætti hann kóngsdótturinni á götunni. Hann lineigði sig þá fyrir henni, hneigði sig djúpt, eins og aðrir, en þá kinkaði liún kolli til lians og brosti. Já, og nú fannst honrun með sjálfum sér, að hún hefði ekki brosað við neinum nema sér. Og nú rifjaðist upp fyrir lion- um, að sér hefði einmitt orðið eitthvað svo órótt í huga 6Ínum innanbrjósts við brosið hennar. En hvað var þetta að max-ka! Hún mátti máske til að brosa til allra; en samt var hún sæt og góð. Stúdentinn varpaði öndinni léttilega, spratt á fætur, fór og sló öskuna úr píp- unni sinni í ofnskúffuna. Því að rétt í þessu datt honum það í hug, sem fór eins og leiftur um liann allan. Og svo var þaS auglýst um allar götur með trumbuslœtti. Hann stóð nú fyrst grafkyrr og tók að hlæja af öllurn lífs- og sálarkröftum. „Er ég orðinn ær, alveg bandóður? Hvað er það, sem ég lief í huga? Hurr!“ Hann sló hendinni fyrir enni 6ér og lét fallast niður á stól, eina stólinn, sem hann átti. Og nú tók hann aftur að hlæja, svo að undir tók í honum öllum. Hann var alveg búinn að sleppa sér,

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.