Ljósberinn - 01.02.1944, Qupperneq 11

Ljósberinn - 01.02.1944, Qupperneq 11
LJÓSBERINN 11 Kóngur kútveltist eftir gólfinu í eina áttina, „Hvert er nafn yðar?“ lxrópaði kóngur. „Kirkjurotta!“ svaraði stúdentinn. „Ha, lia! Nú get ég ekki annað en hleg- ið. En hver er þá staða yðar?“ „Stúdent“. „Humm! Fátækieg staða er það — si sona. — En hverjir eru foreldrar yðar?“ „Ég á enga foreldra“. „Hvað segið þér? Eigið þér enga for- eldra? Aldrei hef ég nú heyrt annað eins fyrri!“ „Foreldrar mínir eru dánir, yðar liá- tign“, svaraði þá stúdentinn hvatlega til skýringar. „Nú, jæja — si sona. En minn góði herra stúdent — ha — Kirkjurotta, þér þykist geta losað mig við þetta — foj! — bannsett kvalræði sem fljótast“. „I einni svipan, yðar hátign. Það er ég sannfærður um“. Stúdentinum óx hugur. Kóngsdóttirin kinkaði svo yndislega til hans, það sá hann svo glöggt. „Sannfæring er sérlega góður mann- kostur“, mælti kóngur, „mér fellur vel við þá, sem liafa sannfæringu; þeir eru svo fáir, sem hana hafa. Hann veit, hvort kórónan í aSra og ríkiseplið í þá þriðju. sem er, hvað hann á að fá í kaup. En ekki má krukka í mig, né stinga á mér, og öllu meðalagutli hræki ég út úr mér — si sona. Og mistakist honum, þá verð- ur liann óðara settur í svartholið“. „Jæja, yðar liátign, til er ég“. „Ágætt, ágætt, ljómandi gott. Allir standi upp, meðan þessi hátíðlega athöfn fer fram!“ Allir stóðu nú upp og krosslögðu liend- urnar á brjóstinu. „Vill nú yðar hátign allra mildileg- ast þóknast að loka yðar konunglega munni ?“ „Hvað segið þér?“ „Það er óhjákvæmilegt, yðar hátign, að halda sér saman“. „Jæja, ég er til“. „Og svo verður yðar hátign að loka augunum“. „Jæja. Byrjar liann nú bráðum?“ „Á augabragði!“ Stúdentinn brá þá út undan sér flöt- um lófanum, og kóngur vissi eigi fyrri til en hann fékk roknaskell á „feita“ vangann, svo að liann kútveltist eftir gólf- inu í eina áttina, kórónan í aðra og ríkis-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.