Ljósberinn - 01.02.1944, Page 15

Ljósberinn - 01.02.1944, Page 15
LJÓSBERINN HECTOR MALOT: 15 ÓSKILABARN iii. \ Fyrsta sýningin. Næsta morgun liéldum við áfram ferðinni. Sólin skein og Brio réði sér ekki af kátínu. Hann var svo ánægður yfii að hafa fundið nýjan vin. Eg greip báð- um höndum um loðhaus hans og kyssti hann. Vitalis brosti og sagði: „Það er rétt. Látið sjá, að þú og Brio verði góðir vinir. Hann er skynsamastur hundanna, og vitr- ari mörgum manninum. Hann hefur að- eins einn ókost. Hann getur ekki talað“. Þar fannst mér Vitalis skjátlast. Við Brio skildum hvor annan prýðilega, enda þótt við gætum ekki talazt við. „Við verðum að kaupa þér nýjan fatn- að“, sagði Vitalis. „Fyrst og fremst verð- ur þú að fá stígvélaskó í stað klossanna þinna“. „Á ég að fá stígvélaskó?“ sagði ég undr- andi. Stígvélaskó hafði ég lengi haft á- huga fyrir að eignast. í kirkjunni heima hafði ég séð á sunnudögunum marga líta aðdáunaraugum á gljáandi stígvélaskó prestsins, þegar liann gekk inn kirkju- gólfið. Og nú átti ég sjálfur að fá slíka skó, og þar á ofan ný föt — það var dá- samlegt. Eg fann ekki til þreytu um dag- inn, ég gekk svo hratt, að Vitalis átti fullt í fangi með að fylgja mér eftir og hann hló oft að ákafa mínum. Við náðum borginni Berry, þar sem við höfðum ákveðið að staldra við og halda fyrstu sýninguna okkar. Ég hafði ekki séð reglulega borg áður með stein- lögðum götum og háum húsum, og þótt Berry sé í minna lagi, varð koman þang- að heihnikill viðburður fyrir mig. Við komum þar að kvöldlagi og Vitalis fór til gistihússins og beiddist gistingar. „Ef okkur tekst að vinna okkur inn dálitla skildinga í borgunum, þá dugir það ekki að þú lítir út eins og flækingur“, sagði liann, og þegar við liöfðum lokið við að borða, skipaði hann Bríó að vera heima og gæta hinna meðan við færum út. Bríó stóð upp á afturfótunum og rétti Vitalis aðra framlöppina, en lagði liina á hjartastað. Það þýddi, að húsbóndi hans gat treyst honum. Vitalis fór með mig til fornsala og þar keypti liann ekki einungis stígvélaskó handa mér, heldur einnig svart flauelis- vesti, treyju og liatt, sem lagður var há- rauðu bandi. Ég var hrifinn. Vitalis var áreiðanlega góður liúsbóndi. Flauelið var að vísu dálítið snjáð, en allt liitt var óað- finnanlegt. Ef mamma hefði nú getað séð mig, liefði gleði mín gersamlega ver- ið fullkomin. Ég fór strax í nýja búninginn, og Vital- is bætti ennþá einum hlut við: hlýjum, rauðum sokkum, sem náðu hátt upp fyr- ir hné. Mér til mikillar undrunar skar hann buxnaskálmarnar af, þar sem sokk- arnir enduðu. „Ég er Itali“, sagði Vitalis brosandi, „og það átt þú einnig að vera“.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.