Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN
17
Fólkið skrækti af ánægju, og meðan
Zerbinó og Vaps luku við næsta hluta
sýningarinnar með margvíslegum listinn,
gekk Bríó á afturfótunum milli áhorfend-
anna með disk í munninum. Væri ein-
hver, sem ekki vildi leggja neitt á disk-
inn, krafsaði hann með löppinni niður
í jarðveginn, eins og liann vildi segja:
„En gefðu mér þá eitthvað!“ Og það var
ekki svo lítið, sem hann fékk. Þegar við
komum aftur til veitingahússins, pantaði
Vitalis lianda okkur heitan mat og allir
vorum við ánægðir með daginn.
IV.
Á ferð.
dvöldum nokkra daga í Berry, en
héldum síðan af stað á ný. Vitalis hafði
hugsað sér, að við hefðum vetrardvöl í
heitara loftslagi, og hann talaði um að
ná til borgar, sem heitir Biarritz. „En
fyrst komum við til Bordeaux“, sagðj
liann. Ég leit forviða á hann. „Hvernig
getið þér ratað um landið?“ spurði ég.
„Eruð þér svona kunnugur í því?“
„Nei, en ég lít á landabréfið, drengur
minn“, svaraði liann brosandi.
„Landabréf? Hvað er það?“
„Þú ert þá ekki læs?“
„Nei“, svaraði ég, „en ég veit hvað
bók er. Það er svoleiðis, sem menn syngja
eftir í kirkjunni“.
„Það er bezt, að þú lærir að lesa“,
sagði Vitalis, „og ef þig langar til, get ég
kennt þér ýmislegt“.
Nú fékk ég tilsögn í reikningi og skrift.
Vitalis átti gamla, ítalska bænabók og af
henni lærði ég bæði að tala og lesa ít-
ölsku. Vitalis liafði ánægju af að segja
mér til, og brátt byrjaði ég að tala við
hann á fallega móðurmálinu hans. Þeg-
ar ég hafði lokið við bænabókina, keypti
Vitalis landafræði og landakort handa
mér og kenndi mér að rata eftir því.
Þegar við komum til einhvers staðar,
sendi Vitalis mig alltaf út fyrsta morgun-
inn, ásamt Bríó, svo að ég gæti séð mig
um.
„Úr því þú liefur tækifæri til að ferð-
ast á svo ungmn aldri“, sagði Vitalis, „þá
verður þú að notfæra þér það. Sé eitt-
hvað, sem þig langar til að fá skýringu
á, þá spurðu mig. Ég hef ekki alla mína
æfi verið umferðaleikari og veit sitt al'
hverju“.
Ég lærði einnig að syngja. Þegar Vital-
is uppgötvaði, að ég hafði söngeyra, þá
safnaði liann saman peningum nokkurn
tíma til að kaupa hörpu handa mér. Og
mikill fögnuður var það, þegar hann dag
nokkurn kom lieim með litla, létta hörpu,
sem ég gat borið í bandi á öxlinni. Það
leið ekki langur tími þar til ég gat leikið
og sungið smá lög, sem Vitalis kenndi
mér. Það var sérstaklega einn söngur, sem
ég liafði dálæti á, mér þótti hann eiga
svo vel við um mig; hann hét: „Litlí
hörpuleikarinn“, og var svona:
Ég legg af stað svo undur einn,
þó engan veit ég þann,
sem fýsir á að syngja söng
ef svangur vœri liaun.
En það er liörpuleiksins list,
að látast meira en er
og gleðja hljómum heillasöngs
er hungrið sárast sker.