Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 25
25
LJÓSBERINN
Höndin hennor mömmu.
RUAÐUR maður sagði þessa sögu frá
æskuárum sínum: „Þegar ég var •dálítill
drengur, þá liafði mamma þann sið, þeg-
ar hún bað, að hún lét mig krjúpa við
lilið sér og lagði þá allt af höndina á höf-
uð mér.
En áður en ég fengi skynjað, hvað hún
var fyrir mig, þá kallaði Drottinn hana
burtu frá mér, og lá þá nærri, að ég væri
munaðarlaus. Það var því ekkert undar-
legt, þó að ég einstæðingsdrengur freist-
aðist oft og fyndi til þess að illar fýsnir
sæktu að mér. En oft var mér haldið frá
því að gera það, sem illt var með því að
mér fannst eins og hönd elsku mömmu
minnar hvíldi á höfði mínu.
Ég fór snemma út í heiminn og flækt-
ist víða. Það líf hafði þungar freisting-
ar í för með sér; en þegar nærri lá, að ég
félli fyrir þeim, þá fannst mér allt í einu,
eins og elsku liöndin liennar mömmu
hvíldi á höfði mínu, og þá var mér borgið.
Mér fannst þá allt af hún vera jafn-
nálæg mér og á mínum sælu bernskudög-
um, og margsinnis lieyrðist mér vera sagt
hið innra með mér: „Ó, drengurinn minn,
gerðu ekki þessa óhæfu, syndgaðu ekki
á móti Guði þínum!“ Ó, þau bernsku-
áhrif!
Jesús er ollstoðor nólægur
NU sinni fór lítil stúlka út í skóg til
að tína ber. Bláberin stóru Iokkuðu hana
lengra og lengra inn í skóginn. Þegar hún
svo loks var búin að tína nægju sína bæði
upp í sig og í körfuna sína, þá vildi hún
fara heim.
En hvar var nú skógargatan? Hún sá
nú, að hún hafði farið langt út frá göt-
unni. Hvernig átti hún þá að rata heim
aftur? Ó, hún varð svo hrædd! Nú rifj-
uðust upp fyrir henni allar hræðilegu
sögurnar um óargadýr í skógunum. Þau
dýr hlutu líka að vera í þessum skógi,
fannst henni. En ef hún lenti nú í klón-
um á einhverju þeirra! Hún hljóp nú
fram og aftur og ætlaði alveg að hníga
niður af hræðslu, þegar fugl flaug upp
fast hjá henni. Og nú fór að skyggja.
Þá kom henni Jesús í hug. Mamma
hennar hafði svo margsinnis sagt lienni,
að Jesús væri allsstaðar og gæti allt af
hjálpað mönnum. Því meira sem hún
hugsaði um Jesúm, því rólegri varð hún.
Hún var þá ekki lengur ein í hiniun stóra
skógi, og ef eittlivert illdýrið kæmi, þá
gæti Jesú gætt hennar. Hún settist þá
undir grenitré, spennti greipar til bæn-
ar og sagði:
„Góði Jesú, vertu nú hjá mér og hjálp-
aðu mér til að rata heim aftur“. Þegar
hún var búin að biðja, fannst lienni hún
vera svo óhult, og er hana syfjaði lagði
liún sig til svefns á mjúkan mosann og
sofnaði vært.
Þarna fann pabbi hennar hana og bar
liana heim. Þegar hún var spurð um það
seinna, hvor hún hefði ekki orðið hrædd,
þá svaraði hún:
„Jú, fyrst varð ég hrædd, en þegar mér
kom í hug, að Jesús væri líka í skógin-
um, þá fór öll liræðsla af mér“.