Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 7
ljósberinn
67
DRAUMUR
Að áliðnum vetri 1936 dreymdi mig
draum þann, sem hér fer á eftir:
Eg þóttist vera á ferð með manni, sem
þekkti lítið. Leið okkar lá yfir hátt
fjall, sem Skálakambur nefnist. Er það
illfær leið í harðfenni og með verstu tor-
færurn á vestanverðmn Hornströndum.
Aið lögðmn af slað frá Hælavík að áliðn-
um degi. Ferðin gekk vel upp á Skála-
kamb. En þegar við fóriun að ganga nið-
Ur hann, vestanverðan, fundum við til-
finnanlega, livað okkur vantaði, en það
v°ru bæði broddstafur og göngujárn
(mannbroddar) en fylgdarmaður minn
liafði kollótt prik, sem liann kvað vera
betra en ekkert ef kamburinn væri ekki
því harðari. Við héldum því áfram niður
sniðið, en er við komum þar sem fór að
verða brattara, var snjórinn miklu harð-
an. Fór fylgdarmaður minn þá að pjakka
för handa okkur með prikinu, sem við
svo stikluðum í með varúð. En er við
komum þar, sem brattinn var mestur,
staðnæmist fylgdarmaður minn allt í
einu og segist nú ekki geta hjálpað mér
lengra, og hann efist um, að hann kom-
ist niður sjálfur, þó hann hafi ekkert
1 eftirdragi, og sé nú um ekkert annað
:,ð ræða, en að ég setjist liér riiður og
bíði meðan liann fari niður að Búðum
*d þess að fá hjálp til að koma mér nið-
nr. Eg samþykki þelta strax og leggur
bann því af stað, en gengur mjög sein-
lcga; samt smáþokast hann yfir það versla,
en gengur skár þegar neðar dregur og ég
sá síðast til lians er liann hvarf niður af
skálabrekkunni (en það er brekka, sem
liggur niður að bænum að Búðum).
Það var mikið farið að skyggja og mér
fannst ég vera búin að sitja þarna lengi,
mér var orðið mjög kalt. En hvers vegna
kom enginn til að hjálpa mér? Það var
liðin, að mér fannst, óskiljanlega lang-
ur tími frá því fylgdarmaður minn hvarf
mér. Vegalengdin frá mér að Búðum var
ekki lengri en það, að hún hefði ekki
átt að taka meira en hálftíma fram og
til haka. Það dimmdi, það var orðið næst-
um aldimmt. Þá sýndist mér ég sjá ein-
hverja þústu, nokkru fyrir utan mig. Ég
sá það ekki glöggt, vegna þess live dimmt
var, en mér sýndist þetta öllu líkast því,
sem það yæri maður með þunga byrði á
bakinu. Von mín um, að þarna væri kom-
inn einhver mér til hjálpar, lifnaði, og
ég fór að kalla, en fékk ekkert svar. Enn
leið langur tími, að mér fannst. Það var
orðið svo koldimmt í kringum mig, óskilj-
anlega dimmt, þar sem snjór lá yfir öllu.
Eg var orðin helköld, og búin að missa
alla von um hjálp, og mér fannst ég ekki
geta hugsað. Allt í einu fann ég (ég sá
ekki neitt), að það stóð einliver hjá mér.
Eg þóttist segja ofur lágt: Hver er þar?
En ég fékk ekkerl svar, en ég fann, að
það var tekið í hönd mína og ég reist á
fætur og frá þessu handtaki fann ég svo
mikinn styrk og yl, sem streymdi um mig
alla, að ég fann ekki til kulda á sama
augnabliki. Fylgdarmaður minn hélt nú
af stað upp kambinn (sömu leið til baka
og við köfðurn farið, hinn áðurnefndi