Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 9
ljósberinn 69 fyrir konu og yrði kóngur yfir ríkinu, þegar liann félli frá. Prinsessan var mjög fögur, og landið var ríkt af gulli og alls konar gæðum. Enda stóð ekki á biðlum. Það komu prins- ai\ aðalsmenn, riddarar og ýmsir aðrir Löfðingjasynir. Og það var kapphlaup a hverjum degi. En prinsessan hljóp af sér alla biðlana, og allir voru þeir settir 1 neðanjarðarfangelsi hallarinnar, þar sem þeir fengu lítinn og lélegan mat, og fengu aldrei að sjá blett af hinum bláa himni. Eltir nokkurn líma fór keppendunum að fækka, og svo fór, að enginn bauð sig fram, því nú voru allir búnir að reyna, sem töldu sér nokkrar líkur til að sigra þessa hlaupagyðju. Og kóngurinn fór nú fyrir alvöru að óttast að hroki dóttur sinn- ar mundi verða til þess að hann fengi aldrei nokkurn ríkiserfingja. Frétt þ essi barst nú um önnur lönd. Loks var það fátækur drengur í allt öðru ríki, sem frétti um prinsessuna og Lapphlaupin. Og liann hugsaði á þessa leið: Ég er að vísu ekki annað en fátækur bóndasonur, og af lágum ættum. En ef eg gæti yfirunnið stelpuna, mundi ég hafa nóg að bíta og brenna fyrir mig og foreldra mína, og kannske svo, að ég gæti hjálpað nánustu ættingjum og vinum. Eg held að ég verði að reyna. Svo keypti hann sér fagran rósasveig, S1lkibelti með allavega sterkum litum, og gyllt epli. Þegar liann hafði fengið þetta, hígði hann á stað, komst alla leið lil hallar kóngs og barði þar að dyrum. „Hvað vilt þú?“ spurði dyravörðurinn. „Biðja prinsessunnar“. Dyravörðurinn rak upp stór augu. Er það mögulegt, að það sé kominn einn enn? „Það er kominn einn enn“, hljómaði um alla ganga og stofur í höllinni. Hvar sem maður kom, hljómaði þetta: „Það er kominn einn enn“. Prinsessan lieyrði þetta líka, þar sem hún sat í stofu sinni og saumaði með gullþræði í silki. Og lhin gekk út á sval- irnar og beygði sig yfir handriðið til að sjá biðilinn. Henni leizt ekki á, þegar liún sá bóndasoninn í snjáðum og slitn- um kufli, og Iiún hugsaði: „Þarf ég endilega að keppa við þennan bóndagarm, svona fátæklega ldæddan. — Jú, ég hef sjálf ákveðið þetta, og svo er bezt að ég hlaupi“. Og svo liófst lilaupið. Þau hlupu jafnt á stað, en eftir litla stund var prinsessan komin fram fyrir bóndasoninn. Þá tók bann rósásveiginn og kastaði honum fram fyrir prinsessuna, og hún beygði sig, til að taka bann upp, og af því að liann var úr fáséðum útlendum rósum, setti hún liann á höfuð sér. En við það tafðist hún svo, að pilturinn komst fram fyrir liana. Þegar prinsessan varð þess vör að bún hafði tafist, reiddist liún og reif af sér sveiginn, og henti honum, og hugsaði: „Aldrei skal það spyrjast, að dóttir kóngsins láli bóndastrák yfirvinna sig“. Þá tók hún á öllum síniun flýti, og hljóp eins og fugl flygi, og var eftir litla stund komin að lilið piltsins. Þá kastaði hann beltinu fx-am fyi’ir bana. Og af forvitni beygði hún sig og tók það upp, og þegar lnxn sá, að það var ofið af mikilli list, og var með óvanalega fögrurn litum, lineppti hún því um rnitti sér. En nú sá lnxn, að strákurinn var kom-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.