Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJŒBLAÐ 3 kom henni af stab 1897, er maðurinn var fenginn til starf- ans, og lagði biskup fram mjög mikla og góða vinnu í báð- um nefndunum; stóð vinnan við þýðing Gamla testamentisins yfir 10 ár, en 5—6 ár var setið að hinu nýja Þeir sem með honum unnu að því starfi fundu hvaða kappsmál hon- um það var að koma verkinu áfram og sjá fyrir endann á því — og honum auðnaðist það. Ritstörf liggja fá eftir hann enda ekki tími til þess hvorki í dómkirkjuembættinu, né hinu, skriftirnar altaf að verða rneiri og meiri. Eiga mun hann ritgjörð um prestkosningar í Nýjum félagsritum 1871, árið sem hann kom heim frá háskólanum og vigðist. Greinin er ljós og mjög rækilega og sögulega rökstuddur réttur safnaðanna að mega kjósa sér presta. Þeir sira Þórarinn ríða og á vaðið moð kirkjulegt tíma- ritg 1878—79, sem ekki gat þrifist. Aukaverkaræðurnar ofan á 60—70 stólræður á ári fara með alla, og lítið var Iétt undir með séra Hallgrími. Eitthvað vandaminna fyrir katólsku kirkjuna að þurfa sem ekkert að eiga undir prédikunargáfu prestsins, og Hjálpræðisherinn veit hvað hann syngur með því alt af að vera að skifta um menn. Óhætt að segja, að enginn hefði betur dugað dómkirkjusöfn- uðinum sívaxandi en Hallgrímur. Kirkjusókn mun hafa hnign- að ekki óverulega síðan hann lét af prestskap. Jón heitinn ritari sagði mér að hann þyrfti að fara i kirkju til séra Hallgríms til að heyra lógískt [rökrétt] tal. Langbezt tókst honum upp þegar hiti var í honum til umvöndunar og vandlætingar. Fá- einar prédikanir hefi ég séð eftir hann, og fanst um það, að varla sá ég þar útstrikað orð, engum staf haggað svo heitið gæti, frá fyrstu gerð. Honum hefir verið dæmalaust létt um að hugsa og orða vel. Og þessi snildar áferð á öllu frá hans handi. Smekkvísin og hagleikurinn kom og fram í smíðum, enda átti hann það skemst að sækja til síns mikilhæfa föður, Sveins prófasts Níelssonar. Alvörugefinn og siðavandur var hann. En stundum gat hann líka leikið sér, og þá hafði hann tungu úr hverjum manni. Samvinnugóður var hann með afbrigðum. Vit og sann- girni héldust þar svo vel í hendur. Og ræða hans var ávalt svo fróðleg og skemtileg.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.