Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Síða 12

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Síða 12
8 NÝTT KERKJHBLAB sem heitir Hlið; þar leiS mér svo báglega af óyndi, að ég kom heim um haustið bæði magur og málhaltur (af gráti og gebshræringum); voru þó allir mér góðir. Næsta vor (1847) varð ég þó að arka aftur á stað, og nú í órsvist að bæ er heita Kleifastaðir nálægt Skálanesi. Aftur var það frænd- og kunningjafólk, er ég fór til. Þar undi ég í fyrstu litlu betur en í Hlíð, en heldur fór þó að brá af mér, því bæði voru hjónin kát og ung og þar skemtilegar í sveit komið. M. J. leðilegt ngdr. Skelfing líða árin fljótt, og hvað verður manni úr hverju árinu liðna? Svo þarf hver að spyrja sjálfan sig, nokkuð rækilega, gefa sér tóm til að hugsa um það, núna um áramótin. Og einskis óska ég betur hverjum sem svo vill gera en að sú hugsun geti orðið honum og henni til hrygðar og blygðunar. Af þeirri tilfinnning einni kemur þrá hins betra, viljinn, kappið og framsóknin. Og hvað verður þjóðinni okkar úr hverju árinu sem líður? Eigi er síður nauðsyn að hugsa um það. Er íslenzka þjóðin að verða auðgari að trú og siðgæði og mannviti og þekkingu ? Fyrst er slíkri spurningu að svara, svo sem áður var mælt, með því að hver snúi henni inn að eigin brjósti, og fái úrskurð sinnar eigin samvizku um það litla brot hinnar íslenzku þjóðar sem þar andar og hrærist. En svo verður auðvitað hverjum hugsandi manni jafn- framt að líta til heildarinnar. Og svörin mótast í huganum. Svo margt og rnargt minnir á sig, sem gerzt hefir nýfarið og er að gerast, nær og fjær, minnir á sig frá eiginni sjón og heyrn og frá orðræðum og rituðu máli. Viðfangsefnið verður þá ærið mikið og þarf gott tóm til að gera upp dóminn. Og aftur Ó6ka ég þess hjartanlega, að sú rannsókn leiði hjá oss öllum til hrygðar og blygðunar — fyrir hönd þjóðarinnar.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.