Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Qupperneq 13

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Qupperneq 13
NÝTT KIRKJTJBLAB 9 Og sú íhugun Mýtur að gera það. Öll slík einlæg og rækileg rannsókn gerir það æ og ávalt, á hverri tið og hjá hverri þjóð sem er. En — því miður — mun sérstaklega mikið hrygðar og blygðunarefni vera fyrir hvern hugsandi og vilj- andi mann islenzkan — fyrir eigin þjóð á yfirstandandi tíð. Hver sem þykist sjá það, og þráir að reyna að bæta, hann verður að leggja fram alla sína krafta, og reyna að ná huga og hjarta sem flestra með þeirri vakning vilja og vits sem hann á til. Vinna meðan dagur er! Árin líða svo skelfing fljótt, og það er eins og ekkert verði úr þeim! Og helzta ráðið til að ná til margra viðsvegar er hið prentaða orð. Sízt vantar oss það Islendinga. En vinir mínir, konur og karlar! Takið ykkur tómstundina núna um áramótin, gen'ð það fyrir mig, stundinni er áreiðanlega vel varið til þess, og hugsið nú um það, hvort nlt þetta mikla prentaða mál, sem yfir ykkur hefir verið helt á árinu liðna og inn um ykk- ar dyr hefir borist, og þið hafið átt að greiða fé fyrir — hvort það bafi nú auðgað — ykkar eigin sál, hvers og eins og þá um leið þjóðina í heild sinni, hvort það hafi betrað og fegrað, frætt og glætt, svalað og nært. Hvergi á íslandi hefi ég séð slíkt dýrðarland sem milli Mývatnssveitar og Bárðardals. Gróðurinn sá, ekki í smáblett- um, heldur víða rétt eins og augað eygir, undan þingeyska snjónum og langa sólarfarinu. Og þegar ég svo kem að Gautlöndum, segir vinur minn Pétur, að féð sé að verða heldur rírara, orðið fullmargt i af- réttinum. — „Fullmargt? í þessum feikna gróðri?“ „Jú, það velur svo úr, féð. Og beztu grösin, sem féð verður vænst af, endast eigi lengur til fulls fjöldanum“. Það velur úr sauðheimskt féð, en mannkindin kann eigi að velja sér andlega fæðu! Hjá mér var um daginn prestur úr fjölmennu presta- kalli. Þangað hafa slæðst inn — inn í alt preslakallið — 3 eintök af N, Kbl.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.