Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 20

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 20
16 NÝTT KTRKJUBLAÐ þjóðkirkjusöfnuður kemur sér eigi sjálfur upp grafreit. Þetta fátt eitt af mörgu er vafi og vandi hefir á verið um skiln- inginn. En svo fer nú líka að reyna á framkvœmdirnar upp úr nýári. í Skálholti. Ég hlakka til að verða við bískupsvígsluna í Skálholti í vor, þó mér reyndar leiðist alt af að sjá kirkjuna þar. Hvað verður hún látin standa lengi þjóðinni til háðungar? Skálholtskirkja — höfð fyrir ruslakistu — og til þess að hæla á skinn hrossa, nauta og sauða. Bréf úr Árnessýslu. Kalda hjartað er þýzkt æfintýri sem séra Kjartan í Hruna þýðir og Guðm. Gamalíelsson gefur út. Kenningin sú að lítil efni með glaðri lund og, góðri samvizku eru miklu betri en garðar og góss með köldu hjarta og er laglega með farið. — Verð 50 a. í þríðja og fjórða llð. Manar-skáldið mikla Hall Caine á söguna, Bjarni frá Vogiþýðir, og Guðm. Gamalíelsson gefur út. Sagan er brennheit bindindis-prédikun — og hún stórvel læsileg. — Verð 75 a. „Afengið er nú sem stendur mestur og skaðlegastur dáleiðari sem til er, hræðilegri en verstu drepsóttir, skaðvænni en nokkur styrjöld. Þegar ég lít yfir liðin ár — og eg er svo gamall sem á grönum má sjá — þá get ég varla komið fyrir mig nokkrum manni, er farið haíi að forgörðum, nema það hafi verið af völdum áfengra drykkja, beint eða óbeint.“ Kensluhók í Espernntó eftir kand. Þorstein Þorsteinsson. Guðm. Gamalielsson gefur út. Verð innnb. 1 kr. 50 a. Þetta svonefnda alheimsmál er mikið i veltunni sem stendur, og nógu gaman að fá islenzka kenslubók i þvi. Frágangur er og allur hinn vandaðasti. En eigi vill sá sem um ritar leyna þvi, að hann telur það mestu fásinnu að reyna að skapa tifandi mál. „Vuntar ei nema sjálfa sál“ mætti um kveða. Og ólikt betur varið timanum til að læru ensku sér til gagns. Breiðablik, mánaðarrit til stuðnings íslenzkri raenning. Ritstjóri séra Friðrik J. Bergmann, Winnipeg —Verð 4 kr. hér á landi —Fæst hjá Arna Jóhannssyni biskupsskrifara. Sameiniligin, ménaðarrit hins ev.lút. kirkjuf Isl. i Vesturheimi. Ritstjóri séra Jón Bjurnason i Winnipeg. Hvert númer 2 arkir. Verð hér á landi kr. 2,00. Fæst hjá kund. Sigurb. Á. Gíslasyni í Rvk. Kýtt Kirkjublað, fimta árið 1910, kemur út 1. og 15. í hverjum mánuði. Verð : 2 kr. — 75 cts. í Ameríku. — 2 kr. 75 a. unnarsst. er- lendis. — Há sölulaun. — Eldri árgangar enn fáanlegir fyrir hálfvirði. . '"'RÍStjóriT^RHALLTO^JARNARSONr^______________________ FélagsprentsmiOjan.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.