Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 8
4 NÝTT KIRKJUBLAÐ Réttdæmi hans og hófstilli kom fram í allri kirkjustjórn hans og í hinum miklu afskiftum hans af landsmálum við langa setu á þingi. Allar nýungar og uppgötvanir til hvers kyns menningar- bótar kynti hann sér sem bezt, og manna var hann örastur og áræðnastur til að treysta landinu og höfuðstaðnum til að taka á móti menningu nútímans: Fylsta samhug bar hann til hinnar frjálslyndari stefnu í trúmálum, og óx sá samhugur með aldrinum og þó mest við þá miklu þekking sem hann fékk á Gamla testamentinu við endurskoðunarverkið. Allir sem töluðu yfir moldum hans 23. f. m. mintust orð- anna úr upphafi fjallræðunnar: Sælir eru hógværir o s. frv. Malt. 5. v. 5—9. Systursonur hans, séra Haraldur Nielsson, flutti húskveðjuna, en í kirkjunni töluðu biskup og prófastur. Sama sumarið og hann fékk dómkirkjuembættið, 1871, kvæntist Hallgrímur biskup í Kaupmannhöfn læknisdóttur, Elina Feveile, lifir hún mann sinn og börn þeirra fjögur. Séra Friðrik er elztur þeirra barna, vígður að Útskálum 1898, en nú prestur hjá löndum vestra, i Argyle i Canada, Gúðrún er gift sýslumanni A. V. Tulinius á Eskifirði, Sveinn er gjald- keri við íslandsbanka i Reykjavik og Ágústa er gift Ditlev konsúl Thomsen í Kaupmannahöfn. Mkaílar M uppgjafapresti. Framkald frá 11. tbl., 1. júní síöastliöið úr. Þareð 2—3 smókaflar, er éfr sendi N. Kbl. í sumar sem leið, hafa misfárist, en ég á ekki eftirrit at' þeim. set ég hér nokkrar smágreinir úr stærra riti, sem ég hef á prjónunum, og byrja á: Frá uppeldis- og hraknings-árwn mínum. Mörg af uppeldisárum mínum máttu heita raunaár, og þó fremur sökum pastursleysis sjálfs min og sérstaka eðlis, en þess, að lakar væri með mig farið en önnur börn eða ung- linga, sem í þá daga urðu að fara úr foreldra húsum á und- an fermingaraldri og hafa sjálf fyrir sér.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.