Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Page 10

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Page 10
6 NÝTT KIEKJUBLAÐ urri, fönnum og feiknum, eins vítt og vötn deila. Lystistaði áttum við fleiri en Danakonungar, öll „áhyggjufrí“ (Sans- souci), þótt einungis hétu „Grettistak", „Kongalá“, „Stokks- haugur“ (þar sem Gull-Þórir feldi Þorbjörn stokk). Oftlega reistum við bæi og garða, tíndum grös og skeljar, eða kváð- umst á, sögðum æfintýri eða ortum leirburð. Einkum man ég lífið í skóginum á vorin, þrastasönginn og hreiðrin (sem ekki mátti snerta), eða þá lætin á fjöruuum i veiðibjöllum, stelkum, tjöldum og lómum; stekktíðin og lömbin, berjatíðin, grasaferðir fram á fjall, heytíð, einkum við tjald fram á engi, réttir og hausttíð: alt þetta fylti árstíðirnar jafnmörgum þátt- um í bernskunnar töfraleik. Og svo tóku bækurnar við þegar veturinnn kom! Þá tóku og við húslestrar; faðir okkar lét húslestra aldrei falla úr, hann söng laglega, og bezt grallaralögin gömlu; höfðu Reykhóla- og Staðarkirkjur verið taldar með beztu söngkirkj- um á Islandi síðan séra Benedikt Pálsson ílutti aðStaðl771. Hann skírði föður minn og varð fjörgamail, og frá Iionum stafaði sönglist sveitarinnar. En þótt við á helgum værum stundum spurðir úr lestri að fornum sið, lærðum við harla lítinn greinarmun á góðum söng og húslestrum og annari meinlausri skemtan. Því að alt vill hinn ungi til gamans hafa eða skemtunar, ef hann má ráða. Mun það mjög hafa vak- að fyrir móður okkar bræðra, enda var henni ekkert fjær en skinhelgi og önnur uppgerð. En ofmikið má af öllu gera, enda leyndi ég „mömmu“ því, að ég raðaði öllum heilögum höfundum í kverinu og biblíunni eftir því sem mér fanst þeir betur eða miður verðskulda að heita hetjur eða hreystimenn. Pétur var í N.tm. sá, sem mér fanst koma lang-dugmann- legast fram, ekki að gleyma sverðinu, sem hann brá í gras- garðinum. En að vísu sárnaði mér, að það góða sverð „tók ekki meira“ af mannfýlunni Malkusi, en eyrað! Tek ég þetta broslega bernskudæmi til þess að benda á, hvernig hið gagn- stæðilega, lesið í belg og biðu, verkar á sálarlíf barnanna eða ímyndunaraíl. Og æ síðan hefir mér virzt það óráð að láta börn, langt á undan fermingaraldri, lesa og heyra jöfnum höndum bænir sínar og fræði og grimmustu bardaga- og vígasögur. En það er næst frá mér að segja, að þá er ég var á

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.