Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 18

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 18
14 NÝTT KTRKJUBLAÐ þjónustustarfið og baráttuna fyrir íslenzku þjóðerni meðal landa vestra. Aðalrœðuna fyrir heiðursgestunum hélt hr. W. H. Paulson. Margir hlýir hugir hverfa og til séra Jóns heiman af ætt- jörðinni. Heilsa hans hefir aftur verið með tæpara móti, og varð síra Steingrímur Þorláksson að hlaupa undir bagga fyrir hann með prestsþjónustu um tíma. Biblíuþýðingin nýja. Þess hefir áður verið getið, hve ant Eiríkur meistari Magn- ússon í Cambridge lét sér um biblíuþýðingu vora, og hve lið- sinnandi hann var þýðingarnefndinni. Nú hefir hann farið yfir hina nýju þýðingu, og ritar nýskeð um hana á þá leið: Þýðing Gamla testamentisins er hin fegursta og réttasta sem enn getur á Norðurlöndum . . . Þýðingin — að því er ég get dæmt — er snildarverk; hún er þjóðlegt stórvirki; þjóðgæfu-viðburður á þungri og illri tíð; einn meginhlekkurinn í hinni göfugu frelsisstefnu í trú- arlífi íslenzkrar kirkju . . . Þó eigi sé litið nema á málið eitt á þýðingunni, þá er það sannast mála um það sagt, að engin eins málhrein bók hefir börnum Islands boxást, síðan út komu Kvöldvökur Hann- esar biskups, og Odysseifs-kviða Sveinbjarnar Egilssonar. En sá er hinn mikli munur, að biblían verður allra-heimila-bók framtíðarinnar, en hinar bækurnar voru, tiltölulega, á fárra vitum. Hvaða áhrif slík þýðing hefir á þjóðerni íslendinga, að málinu einu til, og sleptu hinu mikla háa efni, þarf eigi að skýra.“ Jólabókin I. Utgefendur eru þeir feðgar Árni Jóhannsson og Theodór Árnason. Þeir búast við að gefa út áfrarn svona bækur og hafa efnið fjölbreyttara. Nú eru i bókinni tvær sögur, sem útgefendur hafa þýtt. Fyrri sagan heitir Jólastjarna Edessu- borgar, og styðst við fornkristin munnmæli um Abgar kon- ung í Edessu, sem mælt er að hafi tekið kristni í tíð þeirra postulanna, Seinni sagan er eftir danska skáldið Carl Ewald, sem látinn er fyrir skemslu, og er sagan stóreinkennilega fög-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.