Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Síða 9

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Síða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 5 Til 11. árs ólst ég upp hjá foreldrum mínuui. Þau voru bændahjón og heldur í betri röð sakir ætternis og kosta, en vel efnuð máttu Jiau ekki heita, sízt eftir 1847, er faðir minn misti mestan hluta fjár síns í stórhríð um uppstigningardag; kom hann aldrei síðan upp jafnríflegu búi, enda var jörðin Skógar einhver hin erfiðasta fjalljörð þar um sveitir. Bæði voru foreldrar rnínir vel ment og siðuð, og þóttum við mörgu „Skógabörn" vera í tölu beztu harna í sveitinni. Snemma lærðum við að lesa allar bækur, kver og skrudd- ur, sem til voru á bænum eða bárust til okkar með lestrarfé- lagsskjóðunum, því að eitt lestrarfélag áttu þrír syðstu hreppar sýslunnar þá í sameiningu. Fyrsta bókin sem ég las, var að mig minnir, Nýja testamentið. Jafnframt því las ég Hallgríms- kver og Egilssögu, og þótti mér sú bók miklu skemtilegust! Svo tók Njála við og Grettla og síðan Noregskonungasögurn- ar. Þá bættust og rímurnar við, og man ég fátt skemtilegra, en þegar faðir minn sat undir mér og kvað Svoldarrímur og aðrar þeirra líka. Þó var mér ekki um Andrarímur; sagði mér gömul vinnukona að „draugsríman11 ræki frá okkur guðs- engla. Þá lásum við og annað veifið í bibliunni, og mest Gamla testamentið. Lítið var okkur leiðbeint í þeim lestri, enda var litið um bókstafstrú og biblíudýrkun þar vestra og mun aldrei hafa verið. En ljómandi vel kunni móðir okkar að segja okkur frá guðsmönnunum í Gl. tm. Alt sögulegt, stórt og háleitt, fekk eins og spádómskraft í hennar munni. En bæði voru þau hjón frjálslynd í trúarskoðunum og ekki „rétttrúuð“, eins og oftrúarfólk kallar. Þegar „kverið“ kom til, þótti okkur grána gamanið; vorum við þrír bræður á líku reki, Eggert elztur, þá Magnús og ég ári yngri en hann. Heldur vorum við óstýrilátir, fundum margt til og hömdumst lítt heima ef faðir ol;kar var ekki við, en móðir okkar bundin við yngri börnin og alla innanbæjar ánauðina. Bygðin fram í Þorskafirði er bæði fögur og breytileg; Mjór fjörður, þéttbýlt og skóglendi beggja megin, en fjöll hinsvegar, ekki ykja-há né brött en með björtu og fjölbreyttu víðsýni; má frá Vaðalfjölluni sjá helztu fjalla og fjarða deili á Vestfjörðum. Námum við bræður oss land — eða þóttumst gera — Skógafjall með hálsum og öræfum, giljum og gljúfr-

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.