Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 6
2 NÝTT KIRKJUBLAB Jallgrímur biskup. Einir 7 Jijónandi prestar voru eldri að vígslu Jiegar Hall- grímur heitinn biskup beiddist lausnar haustið 1908. Starfs- tími hans í kirkjunni var rétt 37 ár, nokkru lengri en þeirra Geirs og Helga, en tnun styttri en Steingríms og Péturs. Hann einn, Pétur, náði júbilári og 3 árum betur. Skemst var Geir í kennimannlegri stöðu af þessum 5 biskupum liðinnar aldar, en flest befir hann biskupsárin, full 2fi, en hann var eigi nema rúmlega hálfíertugur er hann varð biskup. Þrír hafa þeir verið dómkirkjuprestar, áður en þeir urðu biskupar, Geir, Helgi, Hallgrímur, og minstu ntunaði að Pét- ur væri sá fjórði, stóð á Landakotskaupunum En það flýtti fyrir prestaskólanum, og þá verður forstöðumenskan þar hitt þrepið. Sex hafa biskupar verið yfir öllu landi og setið í Reykjavík og ekki nema einn þeirra komið úr sveit, Stein- grímur frá Odda, en allir þó sveitaprestar verið nema Geir og Hallgrímur. Þegar Pétur tók við, hafði Grímur Thomsen í glensi að það gengi á „mínútu-skotum" hjá honum; umburðarbréfun- um rigndi niður, eru sum þeirra í fyrsta ári Stjórnartíðind- anna. Þegar Ilallgrímur tók við 1889 færðist og nýtt lífyfir á ýmsa grein, í synodus og í héraðsfundi, og hann sótti heim flesta presta landsins. Samskol efldust til Prestekknasjóðsins, drykkjuskaparófögnuðurinn meðal presta var að kalla kveð- inn niður og ýmislegt mætti fleira nefna. Einna merkast til frambúðar frá biskupstið hans er hinn almenni Kirkjusjóður, sem séra Þórarinn var faðir að, eins og svo mörgu öðru í kirkjulöggjöf vorri. Annars mun Hallgrímur biskup hafa átt sæti í flestöll- um synodusnefndum, eins meðan hann var dómkirkjuprestur. Snemma í biskupstíð hans var sett nefnd til að endur- skoða handbókina, og hann íormaður og var töluvert unnið að því vandaverki, en bibliuþýðingin nýja kom til áður en lokið væri verkinu við helgisiðabókina, og var þá ráðið af að bíða eftir nýju þýðingunni á textunum og því var ólokið end- urskoðun handbókarinnar, er Hallgrimur biskup fór frá. JBibliuþýðingin nýja er aðalverk Hallgríms biskups. Hann

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.