Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Side 15

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Side 15
NÝTT KIRKJTJBLAÐ 11 ríkinu hér á jörðu — sem Kristur vildi stofna, lífði og dó fyrir. Veiti oss skilning á ]jví með því að elska það fram yfir alt sem vér elskum, svo að allur vilji vor og öll vinna vor iiaíi það mark og mið að fá að reyna það og lifa það hjá vorri eigin þjóð, að riki hans sé þó að koma. að þau öflin séu þó sterkari en hin sem standa í gegn. Árin okkar líða svo skjótt. Við megum ekkert af þeim missa. Og dauðinn er svo mikill, inni i eigin brjósti og með þjóð vorri- Baráttan og framsóknin er lífið — hérnamegin og hinumegin — lífið með guði og í guði, fyrir Jesúm Krist, sem einn er vegurinn, sannleikurinn og lífið. I þeirri trú og von segjum vér hver með öðrum: Gleðilegt nýtt ár! Forstöðumaðurinn, séra Friðrik Friðriksson, hefir látið N.-Kbl. i té það sem hér fer á eftir um starf félagsins K. F. U. M. síðastliðið kirkjuár: Á hverjum sunnudegi, að kveldi dags, hafa samkomur verið haldnar í húsi félagsins, og hafa allir verið þar vel- komnir. Eitt sunnudagskvöld hefir fallið úr á árinu og fund- irnir þeir verið 51 að tölu. A íimtudögum hafa verið haldnir fyrirlestrar fyrir pilta Aðal- deildarinnar 81 kvöld, því á sumrin verður þeim fundarhöldum eigi komið við. A föstudögum hafa verið fundir í Kristilegu Fé- lagi Ungra Kvenna — K. F. U. K.— og þeir fundir verið 35. í K. F. U. M. hafa verið haldin 83 hiblíulestrarkvöld, og í Unglingadeildinni og í Yngstu deild hafa verið haldnir, sam- tals í báðum, 65 fundir. Þá hefir félagið haldið uppi barnaguðsþjónustum, á sunn- dagsmorgnum og nokkrum öðrum helgidögum, og hafa þær orðið 38 að tölu. Verkfræðingur Knud Zimsen er aðalmað- urinn við þær. Fundarefnin á samkonmm félagsins hafa ýmist verið fyrirlestrar eða kristilegar ræður. Haldnir hafa verið í Aðal-

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.