Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 16

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 16
12 NÝTT KIRKJUBLAB. deild félagsins 22 fyrirlestrar sögulegs efuis, 13 trúfræðilgs og 12 uni ýmsan annan fróðleik. Samkvæmt fyrirmælum aljijóða-nefndarinnar í Genf stóð bænavikuhaldið um gjörvallan heim yfir vikuna 14—20. nóv- ember. Um þrjár miljónir meðlima félagsins K F. U. M. af öllum þjóðum og tungnm hafa á þeim dögum farið með og ihugað sama texta heilagrar ritningar og beðist fvrir um styrking bróðurkærleikans. Og slikir sambæna-fundir voru í voru félagi i Reykjavík á hverju kvöldi þá dagana. Bókasafn félagsins auðgast stöðugt. Bindin nú orðin um 1500 að tölu, og eru þar margar góðar bækur („Reyfara- sögur útilokaðar"). Og safnið hefir verið mikið notað á árinu. Forstöðumaðurinn hefir gefið út Mánaðarblað K. F. U. M., eru þar auglýsingar Reykjavíkur-félagsins, fréttir af því og af félaginu erlendis, kristilegar hugvekjur, sögur og ljóð o. fl. Fyrsta árgangi lokið i f. m. Félaeatalan er i Aðaldeild K. F. U. M. rúmlega 100. í Unglingadeildinni 79 og í Yngstu deild 140. í Kristilegu Fé- lagi Ungra Kvenna eru nálægt 200. Það er ekki lítið starf sem hvilir langmest á herðum eins manns, og hefir hann það i vetur á hendi með vinnumiklu embætti. Þeir sem saman halda N.Kbl. öllu ættu að taka upp hjá sér 1. árganginn 1906, og rifja upp fyrir sér hina ræki- legu sögu alþjóðafélagsskaparins og félagsins hér á landi eftir forstöðumanninn séra Friðrik. ®ók œskunnar.’ Svo nefnist nýútkomið rit eftir danska prestinn Skovgaard Petersen, sem mörgum er orðinn að góðu kunnur bér á landi og vafalaust sá af útlendum höfundum, er um trúrnál rita, sem mest er Iesinn á íslenzkum pestsetrum. Hann á það líka skilið flestum slíkum höfundum fremur. að honum sé gaumur gefinn, þvi að alt sem hann skrifar er svo vekjandi og gott til fróðleiks, rökfærslan svo óvenju skýr og stýllinn svo fjörugur, að alt af er ánægja að lesa rit hans eins þótt

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.