Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Blaðsíða 14
to NÝTT KIRKJUBLAÐ „Þýðir ekki að senda nema tvö frá nýári. Lestrarfélag- ið vill ekki hafa það lengur“. „Nú, þið bafið lestrarfélag. Hvaða bækur kaupir það?“ „Ekki nema rómana sem nógu eru spennandi.“ Það er að segja fullir af óþverraglæpum -— og á fúl- asta, heimskasta máli. Féð tínir þau grösin sem það verður vænst af. Og eiga það nú að verða lífgrös hinnar íslenzku þjóðar andstygðar- sögurnar, sem saklaus og hvitur pappírinn er ataður með? Og grátlegast að svona munu margar bygðirnar, eins og þetta fjölmenna prestakall. Og i þessum bygðarlögum eru þó prestar og skólakennar- ar með farkenslu og skólum, og hugsandi menn einhverjir, og vænir menn einhverjir — og um fram alt mæður og feð- ur, sem tekið hafa á sig þá ábyrgð að koma börnum inn í heiminn, og enginn finnur, eða lætur á sjást í verkinu, hvaða voðaspilling þetta er að láta kynslóðina vaxa upp við svona fóður! Það segir nokkuð eða hitt heldur, að leggja á metin hinum megin dálítið af kveri og biblíusögum! Skyldi ekki hitt veröa lostætara? Og annað verður ekki vel að holdi og blóði, hvorki á sauðkind né mannkind, nema það sem rennur niður með góðri lyst. Verkefnið með andlegt fóður fyrir æskulýðinn er eigi smátt. Blaðinu þessu er haldið úti með mjög verulegum halla — enn á hverju ári. Þeirri kaupendatölu er þó náð, að borgaði pappír og prentun, ef inn kæmi nokkurn veginn. Utgefandinn leggur þó á sig kostnað og erfiðleika með hjartanlegri gleði, af því hann er sér þess vitandi að blaðið vinnur þarft og gott verk fyrir kristilega þjóðmenning vora, og getur unnið það verk enn betur, með meiri trú og meiri kærleika. Og innilega bið ég yður, vini mína, sem hafið samhug með veikri viðleitni þessa blaðs, eruð samverkamenn þess og styðjendur að einhverju leyti, að biðja sameiginlega til guðs, að hans andi veiti oss vaxandi skilning á því ríki — guðs-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.