Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Page 19

Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Page 19
NÝTT KIRKJUBLAÐ 15 ur og efnismikil: Kristur sjálfur er á ferðinni í stórbæ á aS- fangadagskveld, og hittir ýmsa, og allir þurfa þeir að reyna að finna „ókunna manninn11 á eftir. Sem bezt má mæla með kaupum svona sögukvers. Kver- ið er einkar snoturt, og kostar eigi nema 50 aura. Jólaharpa 1909. „Fjórrödduð sönglög“. Safnað hefir Jónas Jónsson. Agæt jólagöf fyrir öll heimili, þar sem hljóðfæri eru, og eru þau, nú orðið, viða. Indæl lög og alt á við jólin, lögin og ljóðin. Frágangur hinn fegursti, Verðið 50 a. Utgefandinn lofar aftur Jólahörpu fyrir næstu jól, og heitir verðlaunum fyrir bezta íslenzkt jólalag. Brotið er stórt og innan á kápunni er burðar og ártíðar- skrá merkra söngfræðinga, og er alskipað á alla daga ársins. Þrír íslendingar eru þar nú látnir, Ari Sæmundsson, Jónas Helgason og Pétur Guðjónsson, og tveir lifandi, Bjarni Þor- steinsson og Björn Kristjánsson, en útgefandinn lofar nýrri burðar og árstíðarskrá í næstu Hörpu, og áfram, og þá bætast við fleiri landar, og sæmdarsæti á þar líka að fá sá, sem sextugur verður 20. n. m. Þetta kynduga tiltæki Jónasar minnir mig á löngu látinn skólabróður ákaílega söngelskan og vel söngfróðan, sem al- drei gat slept glaðningarlaust afmælisdegi merks söngfræðings, og skil ég nú að honum hlaut að verða það ofurefli. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.“ Svo mætti segjn um sóknargjalda-Iöggjöfina nýju: Eiga prófastar að skifta sér nokkkuð af innheimtu og ávísunum í prestaköllunum undir gömlu lögunum? Væntanlega ekki. Happ presta í þeim prestaköllum, ef heimtist meira en áður með nefskattinum, en þeir verða að sanna, verði þeir miður haldnir við hreytinguna, til að fá sér bætt úr prestlaunasjóði. Innheimtan fer eftir manntalinu næst á undan gjalddaga = mann- talinu samlímis. Allir þeir gjaldskyldir, er lögheimili hafa i sókninni er manntalið fer fram og voru lifandi í hyrjun fardagaársins. Svonefnt „námsfólk“ er þá eigi gjaldskylt ú vetrardvalarstaðnum við námið, og tnpar prestlaunasjóður eflaust allmiklu fé á „lögheimilis“— orðinu í lögunum. Gjaldfrelsi presta er nú talið úr sögunni. Samningsinál verða það milli utanþjóðkirkjumanna og kirkjugarðs- ráðanda i þjóðkirkjunni um borgun fyrir notkun garðsins, meðan ulan-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.