Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1937, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1937, Blaðsíða 12
Störf Sambands&tjórnar. Hándverkerforbund vegna 50 ára afmælis sambandsins, 31. ágúsl 1936. Okkur var boðið að senda mann þangað, en það gátum við ekki þegið fátæktar vegna, og af sömu ástæðu hefi ég ekki getað sótt stjórnarfundi í Sambandinu. Norðmenn sendu okkur að gjöf sögu iðnaðar- ins í Noregi, mikið og vandað rit i 2 bindum. Um liver áramót höfum við skifzt á kveðj- um og á Norræna daginn, 27. októher, sendu Svíar okkur svóhljóðandi skevti: „Islands Hándverkerforbund Ingeniör Helgi H. Eiriksson, Reykjavik. Stockholms stads bandtverks-förening sam- lad till firande av nordens dag sánder hármed sin varma hálsning med förhoppning om fort- satl fruktbringande skandinaviskt samarbete lill handtverkets fromma. Lindmark“. í mörgum vandamálum höfum við sótt ráð og leiðbeiningár til nágrannaþjóðanna, og þá aðallega til stjórnarmeðlima Norræna Iðn- sambandsins. Hafa þeir reynzt okkur bæði hjálplegir og vinsamlegir. Sem betur fer, höf- um við einnig getað gefið þeim upplýsingar i tveim málum. 5. Fyrirlestrar. Á gamlársdag 1935 flutti ég stutt erindi um iðnaðarmál. Á síðastliðnu hausti flutti ég' er- indi um nýrri iðnfyrrtæki í Rotary klúbbnum, sem gestur þar. Loks liafði Landssambandið útvarpskvöld þann 7. april síðastliðinn, þar sem Sveinbjörn Jpnsson, Ársæll Árnason og ég fluttum erindi, og Karlakór lðnaðarmanna i Reykjavík söng. Ennfremur má nefna erindi varaforseta, Emils Jónssonar, um iðnaðarmál í útvarpið, í umræðunum um atvinnumál, þótt þau væru ekki að tilhlutun Sambandsins. 6. Þrjú bréf bárust sljórn Landssambands- ins frá Alþingi um iðnaðarmál og voru þau af- greidd. 7. Við stjórnarráðið liefir stjórn Sambands- ins haft nokkuð tíð bréfaskifti um ýms mál, er iðnað varða. Hafa Sambandinu verið send frá stjórnarráðinu, auk jieirra 22 erinda, er ég nefndi áðan, 18 erindi til athugunar, umsagn- ar eða afgreiðslu, og auk Jiess h'efir. Samband- Tímarit Iðnaðarmanna ið snúið sér til stjórnarráðsins með ýms mál, sem því hafa borist. Af þessum erinduhi skulu hér nefnd: a: Fvrirspurn um það, bvort sveinsbréf, sem bera með sér, að próftaki Iiafi ekki lokið iðn- skólaprófi, gildi aðeins innan þess lögsagnar- umdæmis, sem þau eru gefin út í, svo og hvorl meistarabréf væru staðbundin. Var því svarað, að meistarabréf væru ekki staðbundin, og að yins sveinsbréf án skólaprófs eftir lögunum frá 1936. b: Fyrirspurn um það, hvernig fara skuli með réttindi þeirra manna, sem undanfarið hafa rekið iðn sina án þess að hafa leyst iðn- bréf, en í skjóli þess að geta öðlast það, hve- nær sem á þyrfti að halda.. Svarið var birl í Timaritinu 1937, bls. 23 og 25. c: Fyrirspurn um það, bvort iðnráðsfulltrú- um beri skylda lil þess að samþykkja náms- samninga og með hvaða takmörkunum. Urðu allmiklar umræður um þelta mál, og ágrein- ihgur um það, hvað vald iðnráðsfulltrúa á þessu sviði næði langt. Sambandsstjórnin varð heldur ekki sammála um málið, en svaraði fyrirspurn ráðuneytisins þó með svohljóðandi bréfi: Reykjavík, 12. jan. 1937. Með bréfi dags. 19. f. m. hefir hið háa ráðu- nevti óskað urasagnar Landssambands Iðnað- armanna um hjálagt bréf lögreglustjórans í Reykjavík, um hlutverk og skyldur iðnráðs- fulltrúa viðvíkjandi uppáskrift á námsamn- inga. Stjórn Landssambandsins er á einu ináli um það, að hlulverk iðnráðsfulltrúans sé í þessu efni, samkvæmt 1. gr. iðnaðarnámslaganna frá 1. febr. 1936, að votta það, hvorl samningur- inn fari í bága við gerða samninga iðnfélaga i viðkomandi iðn, og að séu engir slíkir samn- ingar til, þá sé fulllrúinn skyldur lil að rita á námssamninginn framannefnt vottorð eða yfirlýsingu. Hann hefir sjálfur enga heimild þéss að neita áritun, ef námssamningurinn ekki fer í bága við landslög eða gerða samn- inga viðkomandi félaga. Stjórn Landssam- bandsins er einnig á einu máli um þ'að, að ef 58

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.