Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1937, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1937, Blaðsíða 21
Tímarit Iðnaðarmanna Til Sambandssljórnar. 4. Erindi um takmörk milli iðngreina. Um mál þelta er getið í Skýrslu L-andssam- bandsstjórnar, sem prentúð er hér að framan, en forseti reifði málið nánar. í umræðum um málið bar Einar (). Kristj- ánsson fram svohljóðandi tillögu: „Iðnþingið telur sér ekki fært að taka af- stöðu til takmarka milli iðngreina á þeim stutta tíma, sem það hefir til umráða, en tjáir sig ásált með þá afgreiðslu, sem þessi mál liafa fengið hjá Sambandsstjórninni. Jafnframt fel- ur það Sambandsstjórninni að láta ágreining út af þessum málum eftirleiðis ganga til gerð- ardóms Landssambands iðnaðarmanna“. Tillagan samþ. með samhlj. atkv. Bar þá forseti undir fundinn, hvort fulllrúar óskuðu að ræða skýrslu Sambandsstjórnar, og |>egar svo var ekki óskaði hann atkvæða um skýrsluna og var hún samþykt með samhljóða atkvæðum. 5. Erindi um Tímarit iðnaðarmanna. Frá fjármálanefnd. Framsögum. Þorleiíur (lunnarsson. Eftir að hafa reift málið bar hann fram eftirfarandi tillögu frá nefndinni: „Fjármálanefnd sér sér ekki fært að gera á- kveðnar tillögur um Tímarit iðnaðarmanna, þar sem ekkert fé er fyrir hendi, sem þó hlýtur að vera grundvöllur fyrir þvi að Tímaritið full- nægi þeim kröfum, sem til þess eru gerðar. Þrátt fyrir ýmsa^ erfiðleika, sem útgáfunni fylgja, leggur nefndin til að haldið verði áfram útgáfu þess, í því trausti að félög innan Sam- bandsins utan Reykjavíkur kaupi jafnmörg eintök og þan hafa marga félaga á félagsskrá sinni“. Samþ. með samlilj. atkvæðum. 6. Breytingar á lögum Sambandsins. Frá löggjafarnefnd. Framsögumaður Einar (líslason. Hafði stjórnin lagt fram fjölritaðar breytingartillögur við lög Sambandsins, en nefndin gerði allmiklar breytingar á þeim til- lögum og vorii breytingartillögur hennar einn- ig lagðar fram fjölritaðar á þinginu. Gerði framsm. nákvæma grein fyrir hverri hreyt- ingu. Voru tvær umræður látnar fara fram um málið og komu enn fram nokkrar breytingar- lillögur. A þriðja fundinum var svo gengið til atkvæða. Verða breytingar lillögurnar ekki teknar upp hér, en Sambandslögin með áorðn- um breytingum, þ. e. eins og þau nú gilda, prentuð hér á eftir þingtiðindunum. 7. Þingsályktunartillaga um skýrslusöfnun. Tillaga þessi kom frá allsherjarnefnd, flutt af Páli Kristjánssyni: „Fjórða iðnþing Islendinga felur stjórn Sambandsins að gangast fyrir þvi að á næstu tveim árum verði um land alt safnað skýrslum um eftirfarandi alriði: 1. Fjölda iðnaðarmanna í hverri iðngrein á hverjum stað. 2. Fjölda nemenda í hverri iðn. d. Atvinnudaga iðnaðarmanna. Iðnráðum, iðnaðarmannafélögum og trún- aðarmönnum Landssambandsins sé falin skýrslusöfnunin. Sé þeim jafnframt falið að gera áætlun um, hve marga iðnaðarmenn þurfi i hverja iðngrein á hverjum stað og gefa aðrar upplýsingar um afkomu iðnaðarmanna. Stjórn Landssambandsins láti síðan gera heildaryfirlit yfir þær upjJlýsingar, sem fást úr skýrslunum, og senda það iðnráðum og iðn- félögum til athugunar og umsagnar". Flutningsmaður gerði grein fyrir því, af hverju tillagan væri komin fram og benti á, hve nauðsynlegt vær að safna skýrslnm um þau atriði, sem nefnd eru i tillögunni. Eftir nokkrar umræður var tillagan sam- þvkt n'ieð samhlj. atkvæðum. Á næsta fundi á eftir gat forseti þess að hann hefði átt tal við hagstofustjóra um skýrslusöfnun eins og þá, er framangreind þingsályktunarlillaga fjallar um. Skýrsluform höfðu verið send innan Reykjavíkur að eins, og þó takmarkað. 67

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.