Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 3
2. HEFTI — 12. ÁRG. 1939 TÍMAMT IÐNAÐARMANNA GEFIÐ ÚT AF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA í REYKJAVÍK Halldóra Bjarnadóttir kenslukona, ráðunautur í heimilisiðnaði, hef- ir samið eftirfarandi ritgerð, fyrir Tímaritið, um eina elztu iðngrein þjóðarinnar, ullarvinsluna. Þótt hún sé ekki sérstaklega stunduð af iðnaðarmönnum nú, þá er hún eigi að síður mjög þýðingarmikil fyrir þjóðina og á sinn þátt i liandlægni hennar og smekkvisi frá gömlum timum. En svo er önnur aðaliðjustarfsemi vor ullarvinsla. Til þeirrar iðju eigum við ágætt og mikið hráefni þar sem íslenzka ullin er. Þar eru því mjög miklir möguleikar til aukinnar starfsemi meðan að mestur hluti ullarinnar er fluttur óunninn út úr landinu. Á síðari ár- um hefir vaknað mikill áhugi meðal almennings fyrir því að vinna fatnað úr ullinni og á Halldóra Bjarnadóttir mjög mikinn og góðan þátt í því. Hún hefir komið af stað námsskeiðum og stofnað heimilis- iðnaðarfélög í hinum ýmsu landshlutum, leiðbeint sjálf og verið ágætur milliliður milli heimilisiðnaðarins og ullarverksmiðjanna. Á síðastliðnu hausti gengust frúrnar Anna Ásmundsdóttir og Laufey Vilhjálmsdóttir fyrir mjög myndarlegri prjónlessýningu i Markaðs- skálanum i Reykjavík. Sýning þessi var fyrir margra hluta sakir merki- leg og mun hrinda framleiðslu prjónafatnaðar úr islenskri ull niikið fram á við. Síðastliðið haust hóf Samband íslenzkra heimilisiðnaðarfélaga all- mikla tilraun með framleiðslu gólfteppa úr íslenzkri ull. Hef- ur starfsemi þessi gengið mjög vel i vetur. Og er það fyrst og fremst að þakka vefnaðarkonunum Júlíönu Guðmundsdóttur frá Hólmavík og Guðrúnu Jónasdóttur Bóasonar frá Reyðarfirði, svo og stjórnsemi frú Ragnhildar í Háteigi, sem hefir séð um þessa tilraun sambandsins. Var nýlega haldin sýning í Markaðsskálanum á stórum og smáum tepp- um og selt talsvert af þeim. Forsiðumynd þessa heftis er frá sýningunni. Halldóra fíiarnadóttir. Ullariðnaður á íslandi. Alt frá uppliafi Islandsbygðar hefir tóvinna tíðkast á landi hér. Forfeður vorir liöfðu með sér fjárstofninn og formæður vorar hafa ekki gieymt að stinga niður hjá sér rokk (snældu) og- kömhum. Þær munu líka liafa séð um að vefstóllinn yrði ekki skilinn eftir. Við sjáum það hæði af Eddukvæðuinim og af Islendingasögunum, að þessi áliöld voru al- ment í notkun á þessum tíma. „Rokkurinn“ var ltalasnældan og alt spunnið úr lyppum. Kambarnir liafa eflaust verið hinir svokölluðu togkamhar, sem eru notaðir enn þann dag í dag hér á Iandi við finni togvinnu. Vefstóllinn hefir verið standvefstóll, eins og sá, sem er hér á Þjóðminjasafninu. Samskonar vefstólar eru mikið nolaðir við allskonar útvefnað viða á Norðurlöndum. I nágrannalöndum okkar er aðeins lítið eitt eftir af þessum upprunalega fjárstofni í út- skerjum og á annesjum, en nú er kepst við að 17

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.