Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 8
Tímarit iðnaðarmanna. land, komst í móð að nýju, þá var honum tek- ið tveim höndum. Skólunum og sýningunum er það og mikið að þakka, að íslenzkt efni er nú mikið meira notað en áður á tímabili, hæði lil útvefnaðar og ísaums. Það þykir nú sjálf- sagt, en áður illnothæft. Hinar ágætu tókonur og litunarkonur liafa þar fengið verðuga upp- reisn. Ýmsir erfiðleikar vegna innflutnings hin síðari ár liafa og liert á framleiðslunni innan- lands. En innflutningstregðan má með engu móti koma niður á þeim efnum, sem lands- nienu þurfa að vinna úr, efni til að vefa eða prjóna úr má ekki vanta. Ekki er hægt að nota islenzku ullina til alls, þó sjálfsagt sé að nota liana að svo miklu leyti sem mögulegt er. Ot- lend efni, svo sem vefjartvist, hör o. fl. efni til að vefa og prjóna úr má ekki vanta. Efnið i þær vörur, sem áður voru nefndar, sem sjálf- sagðar framleiðsluvörur í söluiðnað er aðeins litill hluti af verði þeirra. Vinnan er meiri hlutinn, og hana getum við lagt til. Að öllu atlniguðu sýnist mega vel við una um framfarir ullariðnaðarins á íslandi, Iiann smáfærist í lag. Fleiri og fleiri rétta honum hjálparhönd, og óliætt mun mega fullyrða, að hann á drjúg ítök í hugum landsmanna, verður því alt hægra um vik, þegar um fjárframlög er að ræða og annan stuðning. Hefir það löng- um sýnt sig, að þing og stjórn er þessum mál- um hlynt. Það sést Ijósast á framlögum til verk- færakaupa til almennings, þar sem lagt var til þeirra hluta árið 1937 kr. 15345,65. Hið sama sést í þeim stuðningi, sem skólarnir fá til alls- konar handavinnufræðslu. Slikt hið sama mundi og sýna sig, ef eftir væri leitað alvarlega um stuðning til Heimilisiðnaðarsamhandsins, þvi nú þarf sérstaklega riflegan styrk, er heimil- isiðnaðarfélögunum fjölgar i landinu, sem þurfa að sjá um framleiðslu á ýmsum söluvarningi, sérstaklega á söluframleiðslu vel'naðar á heim- ilunum. Það hefir sýnt sig ótvírætt að kaupmenn og kaupfélög vilja fúslega kaupa þá vöru, sem framleidd er á heimilunum i heildsölu. Reynsl- an mun sýna og sanna að það verður umstangs- minst og ódýrasl að verzla þannig, þegar öllu er á botninn hvolft. Halldóra Bjarnadóttir. Atvinnubætur fyrir iðnaðarmenn. Á hverjum degi er rætt og ritað um aðþrengj- andi atvinnuleysi og þverrandi afkomu hjá þorra vinnandi manna. Og víst er um það að margur heimilisfaðirinn horfir með döprum liuga á ókomna tímann. Atvinnuhótavinna sú, sem ríki og bæjarfélög hafa haldið uppi langt um efni fram, hefir hætt úr sárustu neyð nokk- urra fátækra manna, en jafnframt valdið út- gjöldum, sem annars hefðu ekki átt sér stað. Atvinnubótavinna er neyðarhrauð. Hér í Reykjavík litur út fyrir að atvinnuleys- ið muni aukast stórlega á þessu ári. Gjaldeyris- vandræðin magnast. Og nú er svo koihið, að efni til naiiðsynlegrar framleiðslu fæst ekki inn- flutt. Sérstaklega er dregið úr innflutningi byggingarefnis. Það vofa því alveg sérstök vandræði yfir hyggingariðnaðarmönnum í þessum hæ. En þeir munu nú vera fjölmennasta stéttin og þurfa ekki síður en aðrir að liafa atvinnu, eigi þeir ekki að hætast í hinn alt of stóra þurfalingaf jölda. Ég hefi dálítla reynslu í sjósókn hér út í fló- ann. Og mér datt í lmg livort ekki væri hægt að koma þvi við, að nokkur hluti atvinnulausra hyggingamanna og annara, gæti komið sér upp hæfilega stórum „trillubátum“ og veiðarfærum á þá, til þess að stunda hér sjósókn yfir vertið- ina. Það er alveg víst, að slík starfsemi borgar sig vel flestar vertíðir. Aflabrögð þeirra fáu manna, sem stunda þetta nú í vetur, hera þess ljósan vott. Þess eru mörg dæmi að 3 menn á litlum „trillubát" með hera liandfæriskrókana (lnikk) fái 3 þús. pund af ágætum þorski yfir 7—8 líma. Með lægsta verði 7 au. pr. kiló, ger- ir sá afli 105 krónur. Og þetta getur orðið að erlendum gjaldeyri svo að segja jafnóðum. Vinnutækin, hátarnir og veiðarfærin eru ó- dýr og auðfengin. 20. feta hátur með 3—4 liest- afla vél mundi kosta 1600 kr. Bátnum þyrfti að fylgja 20 þorskanet, er kosta 50 kr. stykkið. Handfæri á hvern hát fyrir 60 kr. Ilæfilegar

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.