Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 12
Tímarit iðnaíiarmamia. landa. Þótt að þessi iðjugrein Norðurlanda verði að flytja inn mestan liluta hráefnanna, ull, lín og bómull, nýtur hún allieims álits. Frumbyggjar Norðurlánda voru neyddir til að gera föt sín sjálfir og þróuðu með sér fram- úrskarandi vefnaðarlækni og saumaskap. Án Jtessarar tækni befði vefnaðariðja Norðurlanda tæplega getað staðið í stöðu sinni. Eða nefnum skipasmíðarnar. Skipasmiðir voru meðal þeírra elztu iðnaðarmanna, sem vér áttum hér á Norðurlöndum. Og nú siglir, skipafloti, sem nemur 7 milj. tonna. Þessi 3 Norðurlönd, sem hafa 12,5 milj. íbúa eiga 7 milj. tonna flota, en næststærsta flotaveldi heimsins, Bandaríkin, með röskar 128 milj. í- búa eiga 9,3 milj. tonna flota. Aðeins Noregur með 2,9 milj. íbúa á flota í förum, sem nemur 4,4 milj. tonna, og er i fjórða sæti meðal flota- þjóðanna. Verzlunarfloti Norðurlanda er að langmestu leyti bygður af skipasmíðastöðvum þcirra sjálfra. Þetta eru margra miljón króna fyrir- tæki, er hafa þróast frá smá iðnaðarverkstæð- um og sem lifa á erfðavcnjum frá meira en 2000 ára gömlum handiðnaði Norðurlanda. Enskt máltæki segir að það þurfi 3 ættliði til að ala upp góðan dreng. Um réttmæti þessa máltækis má e. t. v. deila, en það þarf óendan- lega miklu fleiri ættliði, ættliði í hundruð ára, jafnvel þúsundir ára, í handiðnaði, til þess að fæða af sér stóriðju. Fjöldaframleiðslu er ekki liægt að reka, viðhalda henni eða þroska hana, án traustrar undirstöðu framúrskarandi liand- iðnaðar. Ég vona að mér liafi tekizt að bregða upp fyrir tilheyrendum mínum mynd af þeirri feikna þýðingu, fjárhagslegri, þjóðfélagslegri og menningarlegri, sem iðnaðurinn liefir á Norðurlöndum. Það er svo langt frá því að iðju- reksturinn, fjöldaframleiðslan og sérgreiningin geti verið án iðnaðarmanna. Þeir verða þvert á móti því nauðsynlegri fyrir þjóðarbúskapinn, sem fleiri tæknislegar framfarir eru gerðar. Stóriðjan og fjöldaframleiðslan hafa marga annmarka. Iðnaðurinn bætir úr þeim sem jafn- vægislóð, sem öryggistæki. í Þýzkalandi liefir verið hrundið af stað hreyfingu með orðtakinu: Gengi ísl. krónunnar. Verðgildi íslenzkra peninga liefir með lögum frá Alþingi verið lækkað um rösk 20%. Kostar nú sterlingspundið 27 ísl. kr. í stað 22,15 áður og peningar annara landa eftir því. Ráðstöfun þessi liefir verið lengi á döfinni og mætti segja óþarflega lengi. Mun það út af fyrir sig alveg sérstaklega torvelda framkvæmd gengislækk- nnarlaganna. All skiftar skoðanir liafa verið um þetta mál, bæði á Alþingi og annarsstaðar. Lögin voru þó samþykt með yfirgnæfandi meiri liluta þing- manna eða samanlagt í báðum deildum 35 gegn 13. Það sem verulega mun liafa ráðið úrslitum um þetta stórmál þjóðarinnar eru rannsóknir og ólit 5 manna milliþinganefndar, sem skipuð var á síðasla Alþingi, til þess að gera athuganir á rekstri togaraútgerðarinnar og tillögur um þau mál. Nefndin liefir skilað skýrslu, sem útbýtl liefir verið meðal þingmanna og eru niðurstöður heldur dapurlegar. Tap togaranna liefir numið liátt á l'jórðu miljón króna á árunum 1933 til 1937 (bæði árin meðtalin) og þó bafa afskriftir verið all- miklu minni en nefndin vill telja eðlilegar. Séu hæfilegar afskriftir reiknaðar, nemur tapið yfir 5 miljón króna eða uð meðaltali á ári einni miljún króna. Þó vantaði nefndina upplýsing- ar frá nokkrum togurum, sem talið er að versl hafi verið staddir. Ef togaraútgerðarfyrirtækln eru tekin sem lieild, vantaði þau i árslok 1937 „Kraft durch Freude“. Þróttinn eigum vér, en það þarf að örfa hann „með gleði“. Við fjölda- framleiðsluna hverfur gleðin o. fl. Henrik Ibsen skrifar einhversstaðar í Ballon-bréfum sínum: „Herr von Mollbe har drept krigens poesi“. Það má snúa þessu við og segja að fjöldaframleiðsl- an hafi drepið ljóðlyndi vinnunnar. En iðnað- urinn er einmitt fulltrúi ljóðlyndisins í starl'- inu i þess orðs beztu merkingu. Gamall danskt máltæki segir að „Haandverket ærer og nærer“. Vér getum sagt að það heiðri, næri og gleðji.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.