Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 9
Tímarit iðnaðarmanna. lóðir fyrir 400 kr. Slíkt 3ja manna far mundi ]tá kosta röskar 4 þús. kr. með öllum tegund- um veiðarfæra. Aðeins lielmingur þess er er- lendur gjaldeyrir. En á því væri liægt að flytja til bæjarins af þrem annars atvinnulausum fjölskyldufeðrum margar þúsundir króna af erlendum gjaldeyri á fáum vikum. Þegar ver- tíðinni lyki liér í Flóanum, væri ekkerl því til fyrirstöðu að nokkrir „sjógarpar“ tækju sig upp með bát sinn og veiðarfæri og héldu sjó- sókninni áfram norðanlands 'yfir sumarið. Það er algengt að „trillubátarnir“ bera sig þar eins vel og stærri mótorbátar. Ég tel að varlega sé áætlað að gera sér vonir um að frá 10. marz til 15. sept. sé hægt fyrir 3 rnenn að fá 200 skipp. á svona bát, en með 70 kr. verði gerir sú veiði 14 þús. kr. Sé báturinn og veiðarfærin greidd upp að vertíð lokinni, 2 þús. kr. kostnað- ur til beitu og 1 þús. kr. til ýms kostnaðar, hafa „sjógarparnir“ samt eftir 7 þús. kr. til að skifta á milli sin eða 2350,00 kr. liver. En það eru 335 lcr. á hverjum mánuði, bæði byrjunar og lokamánuður talinn með. Þó ekki væri nema 20 svona útliöldum kom- ið upp, tæki það sárasta broddinn úr atvinnu- leysinu og gæfi gjaldeyri, sem mörgum kæmi vel og aftur veitti öðrum aðgang að störfum. En svo þyrfti bær og ríki að styðja þessa framkvæmd. Fvrst og fremst að veita bátun- um aðgang að góðum lendingarstað, og svo veita hagkvæm lán gegn tryggingu i veiðarfær- um og afla. Hér í Reykjavik er þvi svo fyrir komið nú, að slíkir smáhátar mega hvergi vera hér í hinni dýru liöfn. Þess eru dæmi að yfir- völd hafnarmálanna liafa látið leysa fiskibáta manna, án þeirra vitundar svo að eigendurnir hafa orðið að leita þá uppi og stundum fundið þá brotna og skemda. Bátunum verður að sjá fyrir góðri geymslu og aflanum fyrir hag- kvæmri móttöku. Og liér er ágæt aðstaða til hvorttveggja, ef einungis viljann vantar ekki. Ég sendi Tímaritið með þessa hugmynd mína lil iðnaðarmanna sérstaklega, en einnig lil for- ráðamanna bæjarmálanna, rikisins og Spari- Iðnaðurinn á Norðurlöndum. Framhald af fyrirlestri hr. múrarmeistara Arthur Nordlie, stórþingmanns í Oslo, er hann flutti á alþjóðaiðnþinginu í Oslo i júní 1938. Fyrirlestur þessi hefir verið þýddur á fjölda- mörg tungumál. íslenzkir iðnaðarmenn ætlu að lesa hann vandlega. I>ar er brugðið ljósi yfir nokkur vandamál iðnaðarmanna, auk þess sem mikilvægi iðnaðarins fyrir menninguna er tekið til yfirvegunar. Iðnaðurinn er á sinn máta fulltrúi einnar tegundar „egne-lijem“ hreyfingarinnar. Hjá öll- um siðuðum þjóðum er horfið frá þrælkun og átthagafjötrum í landbúnaðinum. Þróunin fer hér í þá átt að skifta jarðnæðinu og stofna fleiri og fleiri smá jarðir i eigu sjálfstæðra bænda. Þessa hreyfingu styðja stjórnir þjóð- anna mjög ötullega, meira að segja svo ötul- lega í Noregi að leyft er eignarnám á landi, framferði sem með réttu má nefna „kjaftshögg á eignarréttinn". Stuðningur yfirvaldanna við jiessa hreyfingu, sem merkja má í ýmsum myndum í flestum menningarlöndum, er grundvallaður á jafnréttinu. En hann styðst einnig við fjármálin. Frá sjónarmiði jafnrétt- isins veitir þessi hreyfing öruggari kjör fyrir íbúana, meiri starfsgleði, meiri liamingju, og fjárhagslega séð er það vafalaust, að afköstin vaxa, bæði í lieild og viðskiptalega. Við land- búnaðinn er það, að minsta kosli í Noregi, gömul reynsla, að afraksturinn, reiknaður eftir fram- lögðu fjármagni og vinnuafli á jörðunum, er rnestur á þeim jörðum, sem eru 150—200 mál (1 mál eru h. u. b. 10 arar eða 1000 ferli. m.) að stærð, sem verða að teljast tiltölulega litlar jarðir. í iðnaði og iðju er lilutfallið hið sama. Það eru litlu verkstæðin og verksmiðjurnar, sem bezt hera sig í lilutfalli við það fjármagn, sem í þeim liggur, og i hlutfalli við starfskrafta sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sem stofnaður var að tilhlutun iðnaðarmanna. Sigv. J. S. 23

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.