Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 6
Tímarit iðnaðarmanna. k'rá prjónlessýningu Öiiiut As- mundsdóltur og Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur i Markaðsskálanum síðaslliðinn vetur. haldlitlar og skjóllitlar væru. Margir töldu ull- ariðnaðinn á heimilunum úr sögunni, og verk- smiðjurnar, sem voru fáar og smáar, áttu erf- itt uppdráttar. Þær átlu full í fangi með að keppa við norsku verksmiðjurnar, sem þá gerðu sér alt far um að ná viðskiptum við ísland. Þær höfðu að sjálfsögðu náð meiri leikni og fullkonmun í fataefnagerðinni en hinar liér- lendu. Eftir aldamótin 1900 fer að komast skrið á ullarverksmiðjurnar. Gefjun, Alafoss og Fram- tíðin hafa þann þriðjung, sem liðinn er af öld- inni, magnast árlega að framkvæmdum og stöð- ugt bætt við sig nýjum og fullkomnari tækjum, svo vinnuhrögðin verða meiri og hetri ár frá ári. Ullarmagnið, sem unnið er úr, mun vera alt að því i/4 miljón kg. árlega. Stjórnendur verksmiðjanna: .lónas Þór, Sigurjón Pétursson og Stefán Ólafsson, hafa með álmga sínum og dugnaði hrint ullariðnaðinum vel áleiðis. Dúk- arnir frá þeim tveim verksmiðjum, sem þá framleiða, Gefjun og Álafoss, eru að ryðja sér til rúms um land alt, svo menn klæðast þeim nú mestmegnis, sérstaklega til ferðalaga, lil hver.sdagsklæðnaðar og við sportiðkanir, hæði karlar og konur, enda eru fataefnin mjög vel til þessa fallin. Framfarir sjást árlega í fram- leiðsmimi og niunii klæðskerarnir hezt geta um það horið. Auk þess að vinna fataefni fyrir landsmenn vinna allar þessar verksmiðjur mjög mikið af bandi l'yrir almenning, og þá má ekki gleyma kemhingunni, sem þær láta mönnum í té um land alt í stórum stíl, ásamt ágætri litun. Alt það starf ullarverksmiðjanna og sá styrkur, sem' ])ær með því liafa veitt íslenzkum heimilisiðn- aði t d., er ómetanlegur. Það má óhætt full- vrða, að verksmiðjurnar hafa stutt heimavinn- una stórkostlega í starfi, og það er fullvíst, að hún væri ekki í því horfi, sem hún nú er, ef þeirra liefði ekki notið við. Ekki verður verk- smiðjunum um kent þótt vöntun sé á kernb- ingu handa landsmönnum á vissum timum, því þær vinna nótl og dag. Kembivélum þarf að fjölga í landinu, því það er óþolandi að þurfa að hiða eftir ullinni langt frameftir vetri og sitja auðum höndum á meðan, eins og oft á sér stað. Suðnr-Þingeyingar hafa kemhingu síua á Húsavík eftir að kembivélarnar brunnu á Hall- dórsstöðum, og sem betur fer eru nú komnar kembivélar upp í Austfirðingafjórðungi, en þar var þörfin mest vegna strjálla ferða, það er nú aðeins herzlunnmurinn að þær vélar taki til starfa. Vestfirðingar hafa mikinn huga á að koma sér upp kembivélum. Það er mjög illa farið, að ekki hefir tekist að finna hentugar smávélar 20

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.