Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 10
Tímarit iðnaðarmanna.
fyrirtækisins. Þegar alt kemur til alls er mesta
hamingju og velliðan að finna hjá handiðnað-
arfyrirtækjunum. Og að ná |>essn er hið raun-
verulega takmark allrar fjármálastefnu og
jafnréttisbaráttu þjóðanna, alstaðar þar sem
mennirnir starfa í skipulögðu þjóðfélagi.
Handiðnaðurinn myndar ekki einungis, livað
þetta snertir, jafnvægislóð gegn vaxandi stór-
iðju. Hann verður einnig að teljasl öryggisloki
á umbrotatímum, þegar óánægja með lífið og
tilveruna er rikjandi.
Það er erfilt að meta til fulls þjóðfélagslegt
gildi iiandiðnaðarins. Hjá Jionum dafnar það,
sem með vaxandi hraða er rekið á dyr af stór-
iðjunni, sem sé starfsgleði einstaklingsins. Að
hua eittlivað til, að finna gleðina yfir að sjá,
finna, og þreifa með eigin höndum á lilut eftir
sjálfan sig, er ódrepanleg mannleg náttúra, og
|)að liefir óhjákvæmilega stórskaðlegar afleið-
ingar, sé henni ekki fullnægt.
Það er gömul og víða kunn saga frá verk-
smiðjum Fords, að vélvirki sótti um vinnu
annarstaðar og vitnaði í langan starfstíma hjá
Ford. Honum fanst hann vera fulllærður. En
síðar kom i ljós að liann hafði aldrei gert annað
i 5 ár, lijá Ford, en festa skrúfuróna nr. 49(5.
Sagan er búin til með það fyrir augum að
bregða upp mynd af einhæfni vinnunnar við
„gangreim“ stóriðjunnar. En sagan er ekki ná-
kvæm, því það er ekki aðeins einn maður um
hverja skrúfuró í verksmiðjum Fords. Þeir eru
þrír, einn til að finna róna, annar til að skrúfa
hana á með hendinni og hinn þriðji til að herða
á henni með skiptilyklinum, svo að hún sé vel
föst. Við þessa skiptingu starfsins í þrjú „fög“,
hefir náðst hámark afkasta og snild, En þetta
að standa hvern einasta tíma, hvern dag, hverja
viku, árið út og árið inn við svo andlaust starf,
getur ekki fullnægt ódrepandi löngun manns-
ins til þess að gleðjast yfir árangri erfiðisins.
Þessvegna verður það vandamál í þessari og
þvílíkum iðjum að sjá vinnendunum fyrir
vinnugleði og lífsgleði í frítímunum. Greiða
þeim svo há laun að þeir geti séð um sitt
eigið hús, gert sjálfir við bílinn sinn, að þeir
geti horfið aftur til handiðnanna.
í kvikmynd, sem fjöldi manna hefir séð —
Chaplinmyndinni „Modern Times“, hefir kvik-
myndasnillinnar frægi skopmálari sýnt hin sál-
drepandi áhrif sérgreiningunnar. Myndin endar
á því að Chaplin leggur af slað út í heiminn
með ástmey sina sér við hlið, malinn á bakinu
og ferðastafinn í hönd. Það er eins og mynd af
ungum iðnaðarmanni liðins tíma. Endaþáttur-
inn hefði vissulega mátt fá þessa yfirskrift, loga-
gylta: „Hverfið aftur til handiðnanna — til
lifsins.“
Þetta þjóðargildi iðnaðarins er sameigin-
legt í öllum löndum, þar sem iðnaður er og
iðja. Á Norðurlöndum eru sérstakir staðliættir
sem ekki má sjásl yfir. Það er sagt um Skand-
inava og liklega sérstaklega um Norðmenn, að
þeir séu óbetranlegir einstaklingshyggjumenn.
Þeir vilja vera konungar liver á sínu nesi eins
og sagt er í Noregi. Sérhver Skandinavi kýs
heldur að vera „nr. 1 í Neapel en að vera nr. 2
i Róm“. Þetta er sameiginlegt skandinaviskt
einkenni, sem misjafnlega má leggja út. Það
hefir sínar sterku hliðar, en einnig sínar veiku,
andstæðar þjóðarheildinni. En um það verður
að fara eins og verkast vill, því það er ekki
hægt að ganga fram hjá því, að þetta einkenni
er raunverulegt. 1 iðnaðinum nær einstaklings-
hyggjan takmarki sínu. Ekki einungis með þvi
að mynda verðmæti fyrir einstaklinginn og
hans nánustu, heldur einnig fyrir þjóðfélagið
í heild.
Annað sameiginlegt einkenni Norðurlandanna
verður að nefna í þessu sambandi, sem sé stærð
landanna í blutfalli við fólksfjölda þeirra. Að
Danmörku einni undanskilinni, þar sem margt
fólk býr á tiltölulega litlu landssvæði, eru Norð-
urlöndin mjög strjálbýl. Áíslandi býr ekki nema
1,1 maður á ferkilómetranum. í Finnlandi og í
Noregi búa 9 og í Svíþjóð 14 menn á ferldló-
metra. Þessar tölur má bera saman við J)étt-
býli annara Evrópulanda, J)ar sem Þýzkaland
hefir 140, Stórabretland 192, Holland 249 og
Belgía 2(58 ibúa á ferkílómetra. Á vormn tím-
um fer altaf vaxandi hluti af verði vöru í sölu-
og flutningakostnað. Fyrir 15—20 árum var
álitið að beinn framleiðslukostnaður lilutar,
sem gerður er í fjöldaframleiðslu næmi aðeins
% af því verði, sem notandinn yrði að greiða
24