Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 17
Tímarit iðnaðarmanna.
Frá sambandsfélögum.
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík,
Iiélt aðalfund 27. marz siðastliðinn.
Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf.
Formaður, Einar Erlendsson, skýrði frá störfum fé-
lagsins á síðasta ári. Á fundum í vetur hefir verið
m. a. rætt um kunnáttuskilyrði til upptöku í Iðn-
skólann, verðlaunaveitingar fyrir prófsmíðar, iðn-
sýningu á þessu sumri, og útgáfu iðnaðarsögu, sem
verið er að vinna aö. Bókfærðar skuldlausar eighir
félagsins voru í árslok kr. 149.486.90. Úr stjórn fé-
lagsins átlu að ganga Itagnar Þórarinsson gjaldkeri
og Guðmundur H. Þorláksson ritari, en voru báðir
endurkosnir. Auk þeirra skipa stjórnina Einar Er-
lendsson formaður, Ársæll Árnason, bókbindara-
meistari og Sigurður Halldórsson húsasmiðameist-
ari. í varastjórn var kosinn: Guðmundur .1. Breið-
fjörð blikksmiðameistari, í skólanefnd Iðnskólans:
Friðrik Þorsteinsson húsgagnasmiðameistari, (end-
urkosinn); endurskoðendur voru kosnir: Guðmund-
ur Gamalíelsson, Pétur G. Guðmundsson og til vara
Stefán Sandholt, atlir endurkosnir. I stjórn jarðar-
farasjóðs voru endurkosnir: Helgi Guðmundsson,
Sigurður Halldórsson og Snæbjörn G. Jónssón. í
skemtinefnd: Ragnar Þórarinsson, Óskar Gíslason og
Theodór Magnússon. í bókasafnsnefnd var endur-
kosinn Pétur G. Guðmundsson.
Á fundinum afhenti Helgi Guðmundsson málara-
meistari félaginu að gjöf mjög vaiidaða bók, lil þess
gerða að færa inn í hana nöfn þeirra manna, er
færðu jarðarfarasjóðnum gjafir, eða keyptu minning-
arspjöld sjóðsins.
vorið 1885 og hefir jafnan stundað gullsmiði síðan
og stundar enn. Er það langur vinnudagur að hafa
unnið sjálfstætt að iðn sinni 53 ár. Þótti Helgi strax
góður smiður, en hann er einn þeirra manna, sem
altaf hefir verið að læra og farið vaxandi í iðn sinni
fram á gamals aldur. Er Helgi nú án efa einhver
inesti leturgrafari hér á landi, og jafnan til hans
leitað ineð Jiað, sem bezt skal vanda. Bera flestir
smiðagripir hans vott um afburða hagleik og lista-
smekk.
Stærsta smíðisgrip sinn telur Helgi líkingu af fornu
drykkjarhorni, sem er eign Kristjáns sonar hans, sem
nú er laxveiðimaður í Alaska.
Fram á síðustu ár hefir Helgi látið sig miklu skipta
öli mál iðnaðarmanna, og á fyrstu árum var hann
þar í fylkingarbrjósti; ei.nn af stofnendum Iðnaðar-
mannafélagsins og um mörg ár í stjórn Jiess.
Helgi er einnig áhugamaður um almenn mál og
fylgdist vel með þeim málum. Hann hefir jafnan
verið góður og nýtur borgari, og iætur sér ant um
hag bæjarins í hvívetna.
Arngr.
Heimsókn til Keflavíkur.
Þann 7. apríl fóru þeir Helgi H. Eiríksson formað-
ur Landssambandsins og Sveinbjörn Jónsson til
Keflavikur og voru á fundi með Iðnaðarmannafélag-
inu liar. Var aðallega rætl um skólamál iðnaðar-
manna í Jieini kauptúnum, sem erfitt er að Iialda
uppi kvöldskólum sökum fámennis iðnaðarmanna.
Kom fram ósk um að Landssambandið rannsakaði
hvort meistarar utan Reykjavíkur kærðu sig um að
fá 6—8 vikna dagskóla við Iðnskólann í Reykjavík,
á henlugum tíma árs, fyrir nemendur sína.
Hefir nú Landssambandið sent út fyrirspurnir um
lietta.
Iðnaðarmannafélag Akraness
hélt aðalfund 20. jan. s.l. 10 félagsfundir hafa verið
haldnir á árinu. Á þeim hafa mætt flest 28, fæst 10
af 44 starfandi félagsmönnum. Fimm nýir félagar hafa
gengið í félagið um áramótin. Stjórnin var öll endur-
in og skipa hana: Jóhann B. Guðnason, liúsasmiður,
form., Bjarni Gislason, luisasm., gjaldkeri, Einar
Helgason húsasm., ritari. Meðstjórnendur: Ásmundur
Jónsson rafvirki og Einar G. Veslmann járnsmiður.
Skólanefnd iðnskólans skipa: Ásmundur Jónsson
rafv., Ólafur Magnússon lnisasm. og Lárus Þjóðbjörns-
son, húsasm. og hefir hann kent flatar- og rúmmáls-
teikniiigu við skólann undanfarið.
I skólanum eru 10 nemendur.
Félag söðla- og aktygjasmiða í Reykjavík
hefir verið tekið upp í Landssamband iðnaðarmanna.
Félagar eru 15. Stjórnina skipa: Baldvin Einarsson,
l'orm., Guðmundur Jónsson, ritari og Jón Þorsteinsson
gjaldkeri. Fulltrúi i Iðnráði Reykjavíkur er Baldvin
Einarsson.
Á aðalfundi
Matsvcina- og veitingalijónafélags íslands voru Jiess-
ir félagar kosnir í stjórn félagsins: Janus Halldórsson
form., Henry Hansen varaform., Pétur Daníelsson
gjaldkeri, H. Petersen ritari, Jóh. Viggó Eggertsson
meðstjórnandi.
Kosin var á fundinum þriggja manna nefnd, er
undirbúi samning við hóteleigendur. í nefndinni eiga
sæti: Steingr. Jóhannesson, Janus og Hjörtur Nielsen.
Iðnaðarmannafélag Akureyrar
hélt árshátið sína laugardaginn 25. marz s.I. í sam-
komuhúsi bæjarins. Hófst liún með kaffidrykkju kl.
9. Þátttakendur voru um hundrað manns. Formaður
félagsins, Guðbjörn Björnsson, setti liófið, bauð alla
velkomna, tilkynti skemtiatriði og bvatti til sameigin-
legrar þátttöku. Jóhann Frímann skólastjóri iðnskól-
ans flutti ágæta ræðu fyrir minni félagsins. Karl Ein-
arsson, húsgagnabólstrari flutti kvennaminni i ljóð-
um og var gerður að góðnr rómur. Formaður mintist
31