Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 4
Tímarit iðnaðarmanna.
rækta liann aö nýju, því ullin þykir fyrirtak,
hæði til sporlklæðnaðar og til vefnaðar.
Eftir að prjónaskapur fór að tíðkast liér á
landi, sem ekki liefir verið fvr en löngu eftir
landnámstíð, því vetlingar og hosur, sem hafa
fundist í jörðu, er alt ofið, niinkaði vefnað-
urinn nokkuð, því þá var farið að prjóna ýmis-
legt til fatnaðar og þótti það liprara í notkun.
Prjónuðu menri þá i höndunum mikið af utan-
yfirfötum: Peysur, hæði karla og kvenna, pils,
buxur, liúfur, hyrnur, milliföt ýmiskonar, á-
Itreiður, jafnvel pokar til að hera í voru prjón-
aðir og svo ógrynnin öll til útflutnings. Þá
þurfti að nota tímann vel, enda er þess getið,
að menn stóðu yfir fé prjónandi, og hæði konur
og karlar gengu prjónandi milli bæja eða þegar
liugað var að skepnum. (Þetla sér maður reynd-
ar enn á stöku slað i sveitum landsins á hinni
miklu vélaöld nútimans). „Ármarin á Alþingi"
segir svo um Evfirðinga fyrir rúmum lmndrað
árum síðan: „Fólkið prjónar hvar lieldur það
er statt í myrkri eða birtu, sessi eða göngu, úti
eða inni“. Vefnaðarvörur voru fluttar úl úr
landinu sem söluvarningur heimilanna, þó í
smáum stíl væri, all fram á vora daga (pakk-
einskefta), muna elztu menn vel til þess.
Lengi fram eftir öldum heyrir maður ekki
urn neinar hreytingar um meðferð ullarinnar
né um verkfæri til að vinna liana, nema um
prjónana. Sögurnar herma að mórendu vað-
málin þættu verðmeiri en þau einlitu, en um
annan lit er ekki talað, nema ef ..brúngrösin“,
sem talað er um i sögunum, eiga við mosalit-
inn, sem að líkindum lætur.
Enginn er kominn til að segja frá því, live-
nær íslenzku konurnar fara að vefa útvefnað:
Flos, glitvefnað, krossvefnað og salon, hvenær
þær fara að vinna silkigljáandi efni úr toginu,
bvar og hvernig þær hafa lært hannyrðirnar
fögru, sem þær skreyttu með kvenbúningana
og kirkjuskrúð ýmislegt, og notuðu ull til. Ilvort
þær höfðu þessa kunnáttu með sér úr áttbög-
um sínum erlendis, eða hafa lært það á ferðum
sínum utanlands, eða þær hafa kynst því af
þeim vandaða og fagra varningi, sem langfar-
andi íslendingar fluttu heim með sér utan úr
víðri veröld. Eitt er víst, að snildarhandbragð
er á mörgu því, sem geymst hefir. Ullin is-
lenzka reyndist konunum furðu þjál við hann-
yrðirnar og útvefnaðinn, og jurtirnar íslenzku
blæfagrar, ]iegar kunnáttusamar hendur voru
að verki.
Á krepputímum íslenzku þjóðarinnar, þegar
einokunarverzlunin þrengdi að hag hennar á
ýmsa vegu, unnu hæði konur og karlar marga
fagra hluti, sem enn eru til. Enginn gat bannað
þeim að vinna úr heimafengnu efni, það sem
þeim sýndist, og listfengi þjóðarinnar lét ekki
kúgast. En einmitt á þussum erfiðu tímurn
keniur sá maðurinn fram á sjónarsviðið, sem
baft befir einna mest álirif í islenzkum idlar-
iðnaði, má kallast faðir hans, það er Skúli fó-
geti. Með „Innréttingum“ sínum, sem hann
kom á fót með miklum erfiðleikum í Reykja-
vík, hrinti hann íslendingum feti framar í ull-
armeðferðinni. Þó verksmiðjur hans yrðu ekki
langlífar og landsmenn skildu lítt livað fyrir
honum vakti, þó urðu verkfæri þau, sem lnmn
flutti lil landsins: Vefstóllinn, rokkarnir og
kambarnir til stórmikils hagræðis fyrir lands-
menn, og við þetta tímahil má brjóta blað í
íslenzkum ullariðnaði, svo stórmikil breyting
varð þar á öllu til hóta.
Um líkt leyti, eða þó nokkru síðar, sluddi
danska stjórnin að því, að efnilegir ungir menn
voru sendir utan, sinn úr hverjum landsfjórð-
ungi, til þess að læra verkleg störf, sem kæmu
landinu að gagni. Á Austurlandi starfaði Jón,
sem síðar hlaut nafnið „vefari“, því hann lærði
vefnað ytra og breiddist sú þekking mikið út
um Austurland frá lionum.
En alt að þvi heil öld leið enn, þar til veru-
legt skrið komst á ullariðnaðarmálin, þó mikið
væri unnið á þessum árum, sérstaklega vegna
þess, að nú voru áhöldin mun fljótvirkari en
áður. Það er ekki fyr en eftir að frelsis- og
framfarahugurinn varð almennari með þjóð
vorri, eða eftir 1874, að þessi mál fengu nokk-
urn verulegan framgang. Ekki vantaði það, að
umbótamennirnir í lok 18. aldarinnar og i byrj-
un þeirrar lí)., og frameftir, reyndu að stappa
stálinu í landsmenn, eins og Eggert Ölafsson,
Magnús Stephensen, Baldvin Einarsson, Jón
Sigurðsson o. fl. Þeir rita um ullarvöndun, notk-
18