Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 13
Tímarit iðnaðarmanna. uni 2 milj. kr. til pess að eiga fyrir skuldum. Og þó hefir hagur þeirra versnað mikið síðan. Ástæðurnar fyrir þessari sorglegn útkomu telur nefndin margar: Aflaleysi, sölutregðu, gamaldags tæki, slæma stjórn o. fl. Tveir af nefndarmönnum liafa gert áætlun um ársrekst- ur togara og sýnir hún 30 þús. kr. reksturshalla yfir árið. Aðrar tillögur til úrbóta hefir nefnd- in ekki gert. Mun mega telja að gengislækk- unin eigi að hæta ástand sjávarútvegsins og framleiðslunnar i landinu yfirleitt. En um þetta eru skiftar skoðanir. Flestir munu þó viður- kenna að hærra verð i ísl. krónum fáist fyrir útflutta vöru og að innlendur iðnaður eigi hægra með að keppa við útlenda vöru á meðan kaup- gjald liækkar ekki að mun. Gengislækkunin er skollin á og virðist hafa verið óumflýjanleg. Þeir sem eru henni andvigir verða að sætta sig við liana og allir landsmenn ættu að taka höndum saman um það, að þessi stórfelda ráðstöfun verði þjóðinni lil sem mestr- ar hagsældar. 1 umræðum um málið hefir margt viturlegt verið sagt. Þykir rélt að taka hér upp bending- ar atvinnumálaráðlierra, Skúla Guðmundsson- ar, um framkvæmd almennings á gengislækk- uninni. í framsöguræðu sinni á Alþingi segir ráðherrann. „Sérstök ástæða er til að benda kaupstaðabú- um á j)að, að með ákvæðum þessa frumvarps, ef samþykt verður, geta þeir að verulegu leyti sparað sér þau auknu útgjöld, sem verðbreyting peninganna að öðrum kosti hefði í för með sér, með því að nota lilutfallslega meira en áður af íslenzkum vörum. Verð á þeim verður eftir- leiðis hlutfallslega hagstæðara fyrir neytendur en áður, samanborið við verð á erlendum vör- um. Með því að auka neyzlu á islenzkum vör- um geta því kaupstaðabúar sparað sér aukin útgjöld af völdum gengisbreytingarinnar, um leið og þeir með því styðja framleiðslustarf- semina og atvinnulífið i landinu. Er ástæða til að vekja á þessu sérstaka athygli“. Og annarsstaðar i ræðunni fórust atvinnu- málaráðherranum svo- orð: „Ef framleiðslan dregst saman, um leið og fólkinu fjölgar, svo að útflutningur minkar, hlýtur það að valda atvinnuleysi og þrenging- um fyrir allan landslýð. Þeim, sem eiga pen- inga, fasteignir eða aðrar eignir, má benda á það, að eignir þeirra eru raunverulega einskis virði ef framleiðslustarfsemin stöðvast, vegna þess að hún er sá grundvöllur, sem öll þjóðfé- lagsbyggingin hvílir á. Þeim mönnum, sem hafa fastlaunuð störf hjá einstaldings fyrirtækjum eða því opinbera nú sem stendur, og sem sum- ir munu e. (. v. við fyrstu athugun telja að þeim sé íþyngt með þessum ráðstöfunum, má benda á það, að ef framleiðslustarfsemin stöðv- ast, liverfa um leið möguleikarnir til að greiða þeim launin í framtíðinni. Verzlunarfólkið og iðnaðarfólkið myndi, þegar svo væri komið, tapa sinni atvinnu og lífsmöguleikum, þar sem þá hlyti að taka fyrir innflutning á verzlunar- vörum og hráefnum til iðnaðarins. Það er því á hörmulegasta misskilningi bygt, ef nokkur maður eða kona er til í þjóðfélaginu, sem telur sér óviðkomandi erfiðleika framleiðendanna, og álílur að alt annað geti gengið sinn venjúlega gang, hvernig sem framleiðslunni vegnar. Efl- ing framleiðslunnar og aukinn útflutningur er ekki aðeins hagsmunamál þeirra manua, sem hafa lagt fé sitt og lánsstofnana i þennan at- vinnurekstur, og þeirra verkamanna, sem að framleiðslunni vinna. Það er ekkert síður lífs- nauðsyn fýrir alla aðra. Það er raunverulega jafnmikið hagsmunamál embættismannsins, verzlunarmannsins, iðnaðarmannsins, sem vinn- ur í nýjum iðngreinum hér og annarsstaðar, og byggingameistarans, sem lifir á því að byggja falleg liús, hér í höfuðstaðnum og annarsstað- ar, og sem veit að húsið getur því aðeins staðið, að grunnurinn sé traustur. Ef framleiðslan er rekin með tapi ár eftir ár, er voði fyrir dyrum, ekki aðeins hjá þeim, sem i þeirri atvinnugrein starfa beinlínis, heldur einnig hjá öllum hinum. Aukning framleiðslu og útflutnings er ekki sér- hagsmunamál neinna einstakra manna eða stétta, það er jafnmikið hagsmunamál allra ein- staklinga og allra stétta i þjóðfélaginu“. Það verður varla annað sagl en að iðnaðar- menn geti vel fallist á þessar röksemdir ráð- herrans. 27

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.