Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 11
Tímarit iðnaöarmanna. fyrir hann. Nú eru hlutföllin áreiðanlega ennþá verri. í strjálbýlum löndum liættir iöjufram- leiðslunni við því að hlaða á sig hlutfallslega alt of háum flutnings og sölukostnaði. Þetta jafnar iðnaðurinn. Hin mörgu litlu iðnaðarfyr- irtæki kaupstaða og strjálbýlla liéraða á Norð- urlöndum fullnægja þörfunum, þar sem fjölda- framleiðsla iðjunnar kemst ekki að vegna lítils markaðar og mikils flutningskostnaðar. Þótt hægt væri að gera alla framleiðslu annarsstað- ar í heiminum að iðjurekstri, mundi samt iðn- aðurinn á Norðurlöndum lialda velli, vegna landafræðislegrar aðstöðu. Eins og öll önnur menningarlönd geta Norð- urJöndin ekki án stóriðjunnar og fjöldafram- leiðslunnar verið, lworki sem kaupendur eða seljendur. Framleiðsla véla er nauðsvnleg, einn- ig fyrir handiðnaðinn, og kemur fram sem ó- hjákvæmilegt skilj’rði fyrir því, að unt sé að fullnægja binum háu kröfum vorra tíma til lífsþæginda. Norðurlöndin eiga sjálf, eins og ég befi áður getið um, mjög mikilvæg iðju- fyrirtæki. En það sést mörgum yfir þá stað- reynd, að sú iðjustarfsemi getur ekki átt sér stað, án þess jafnt og þétl að fá iðnlærða starl's- krafta frá iðnaðinum. Mikill meiri hluti fag- manna öðlast fyrstu og síðustu mentun sína við iðnaðarstörf. Það er i hinum smáu og stóru iðnaðarverkstæðum, sem miklum hluta starfs- manna er kent. I raun og veru er óhætt að segja að þvi minna, sem fyrirtækið er, því meira læra starfsmennirnir, því fullkomnari verða þeir í sinni grein. Það er æfagömul rejmsla við Nor- egs Tekniske Höiskole að verkfræðingarnir, sem samkvæmt reglum skólans verða að hafa stundað smíðar í eitt ár, velja smá iðju- og stærri iðnaðarfyrirtæki lil dvalar. Hjá þeim er vinnan fjölbreyttari og minna sundurgreind. Þar fær verkfræðingurinn þá yfirsýn yfir starf- svið sérgreinar sinnar, sem bonum er nauðsyn- leg til þess að bann geti staðið sig vel. Þetta á jafnt við rafmagnsfræðinga, vélfræðinga og byggingafræðinga. Stóriðjan þarf einnig, eins og allir vita, beinlínis á iðnaðarmönnum að balda. í iðjuverum skipasmíða starfa trésmiðir, járnsmiðir, málarar, veggfóðrarar, allskonar byggingamenn, innlagningamenn, allskonar járniðnaðarmenn, glermeistarar o. s. frv. Dæmi er liægt að taka frá svo að segja bvaða iðju sem er. Ilún notar iðnaðarmenn beint og óbeint til framleiðslu sinnar og sækir faglærða starfs- lcrafta að meira og minna leyti til iðnaðarins. Stóriðjan er orðin sjálfstæður atvinnuvegur. En i raun og veru eru allar sérgreinar iðjunnar, ef ekki einnig iðjufyrirtækin hvert fyrir sig, til orðin sem iðnaður. Skilyrði fyrir þróun þeirra er menning iðnaðar á háu stigi. Vér sjáum þetta glegst á Norðurlöndum, þar sem ástandið er ljóst og yfirhtið truflast ekki af flækju sér- greinanna. Norðurlöndin eiga mjög þroskaða járniðju. Það nægir að nefna hér liina feiki- legu velþektu sænsku véla- og áhaldafram- leiðslu. Hún befir Jjróast út frá gömlu smiðj- unum og er bygð upp af iðnaðarmannaætt- kvíslum, sem i liundruð eða jafnvel þúsundir ára liafa meðhöndlað járnið og málmana, í ótal myndum. Af sögunni þekkjum vér að þjóðir Norðurlanda, frá því fáum öldum eftir fæðingu Krists til loka 11. aldarinnar, fóru hinar sigur- sælu vikingaferðir. Þegar hin strjálbýlu Norður- lönd, sem frá náttúrunnar hendi voru ver út- búin en hin suðlægari lönd, samt sem áður gátu með sigursæld herjað l’rá Múrmannsströndinni við Norður-Ishafið til Afríkustranda við Mið- jarðarhaf, frá Bretlandseyjum að vestan og langt inn i Garðaríki (núverandi Rússland) að austan og fóru einnig herferðir lil Litlu-Asíu og nærliggjandi landa, þá er þetta að þakka hinni feikilegu leikni Norðurlandabúanna í járn- smíði á þeim tíma, járniðnaðinum, sem frá fyrstu tímum var slundaður á Norðurlöndum, og sem ekki einungis bjó til ágæt áhöld, held- ur einnig liin allra beztu vopn. Með þéttbýla ])jóð að baki sér hafði hin framúlrskarandi járnsmíðalist á Norðurlöndum getað stol'nsett stórveldi. Járn- og málmiðja Norðurlanda, véla- og á- haldaiðja þeirra dreifir nú á timum hinum allra beztu vörum út um gjörvallan lieim. Þetta er árangurinn af erfðaleikni í iðnaðinum í bundr- uð ára. Vér gætum tekið annað dæmi frá vefnaðar- iðjunni, sem stofnsett var á Norðurlöndum í sterkari samkepni við betur setta iðju annara

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.