Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 18
Tímarit iðnaðarmanna. heiðursfélaganna, þakkaði þeim fyrir mörg og niikil störf í félaginu og taldi l)á hafa verið forustumenn i flestum iðnmálum bæjarins. Einnig fluttu ræður Jón Guðmundsson, sem er heiðursfélagi, og Þorsteinn Þor- steinsson frá Lóni. Tvöfaldur kvartett skemti með prýðilegum söng. Voru söngmennirnir úr Karlakórn- um Geysi og flestir félagár Iðnaðarmannafélagsins. Laust fyrir miðnætti var staðið upp frá boi'oum og þá dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. Ljómaði bvert andlit af ánægju yfir J>ví að hafa tekið þátt í svo ágætu hófi. Einn af viðstöddum. Iðnaðarmannafélag ísafjarðar hélt aðalfund 12. febr. s.l. 10 fundir höfðu verið haldnir á árinu. í félagið liafa gengið 9 menn en (i horfið, dáið, flutt eða sagt sig úr félaginu. Það mark- verðasta, sem gerst hefir á árinu er þetta: 1. Fimmtíu ára afmæli félagsins var minst með hátíðahöldum og gluggasýningum á ísfirzkri fram- leiðslu, eins og viða hefir verið frá sagt. í tilefni af afmælinu hét félagið að gefa 1000,00 kr. til væntan- legrar sundlaugarbyggingar á ísafirði. 2. Rekstri kolaverzlunar sjúkrasamlagsins var hætt. Hefir hún borið sig illa undanfarið. 3. í tilefni af smiði Gagnfræðaskólans hér var á félagsíundi 30. okt. samþykt eftirfarandi áskorun til bæjarstjórnar og bæjarráðs: „Að gefnu tilefni skorar Iðíiaðarmannafélag fe- firðinga á bæjarsjóð og bæjarráð, að það hlutist til og sjái um, að öll iðnaðarvinna, er bærinn og stofn- anir hans láta framkvæma, verði unnin af handverks- mönnum hér í bæ, en ek'ki sóttir til annara bæja, eins og t. d. Reykjavíkur; telur félagið að slikl megi alls ekki koma fyrir aftur eins og kom fyrir í sumar, er hurðasmíði við Gagnfræðaskólann var sótt til Reykja- víkur, án þess að vera boðið út hér, á sama tíma og smiðir hér gengu atvinnulausir." Félagsmenn eru 73, þar af 3 heiðursfélagar. Stjórn félagsins var endurkosin og skipa hana þessir: Formaður: Rárður G. Tómasson, skipaverkfræðingur, Gjaldkeri: Ágúst Guðmundsson, húsasmiður. Ritari: Jón Albertsson, rafvirkjameistari. Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja hélt aðalfund 5. febr.s. I. 8 fundir voru haldnir á ár- inu. Félagsmenn eru 75. Magnús Bergsson baðst und- an endurkosningu sem formaður og var Olafur St. Ólafsson vélsmiður kosinn í hans stað. Ritari Kjart- an Jónsson bókbindari, gjaldkeri var endurkosinn, Oddur Þorsteinsson skósmiður, og meðstjórnendur Guðjón Scheving málari og Guðmundur Jónsson skó- smiður. Félagið liélt afmælisfagnað 28. febr., er hófst með borðhaldi. Skemtu menn sér hið bezta fram eftir nóttu. Fréttir frá mörgum sambandsfélögum urðu að bíða næsta heftis vegna rúmleysis. Hitt og þetta. Iðnskólanum i Reykjavík var sagt upp 29. apríl og Iðnskólanum á Akureyri síðasta vetrardag. Verður nánar sagt frá skólunum i næsta hefti. Frá Akranesi. í ársbyrjun 1937 hóf Iðnaðarmannafélag Akraness uinræður um dráttarbrautina við Lambhússund og hina aðkallandi þörf á því að endurbæta hana. Var kosin nefnd í málið, er ræða skyldi við eigendur brautarinnar. Endirinn af því starfi varð sá, að einn ötull og framtakssamur félagi keypti brautina. Hefir hann nú stækkað og endurbætt hana svo, að þar eru tekin upp skip alt að hundrað smálesta. Þessi fram- takssami maður er hr. Þorgeir Jósepsson, vélvirkja- meistari. Fyrir þetta áræði hans er nú atvinna fyrir sjö smiði, auk meistara, við að lengja m.s. „Fagranes“ og líkur til að þar verði nokkur vinna framvegis á þessu yfirstandandi ári. Hefði Þorgeir eigi ráðist í þessar slórfeldu endur- bætur á dráttarbrautinni, sem liafa kostað hann um 51 þúsund krónur, þá væru ákaflega slæmar horfur um atvinnu fyrir alla þá mörgu smiði, sem hér eru búsetlir. Síðastliðið ár var mjög tekjurýrt hjá mörgum iðnaðarmanni, og þó alt útlit á að enn minna verði bygt á þessu ári. Félag íslenskra iðnrekenda, hélt aðalfund sinn 24. apríl i Oddfellowhúsinu. Var þar samþykt að félagið gengist fyrir iðnsýn- ingu í Reykjavik sumarið 1940 og kosin 7 manna nefnd lil þess að sjá um framkvæmdir. Einnig var samþykt að stjórn félagsins sneri sér til Verzlunar- ráðs íslands um stofnun Verzlunar- og Iðnráðs ís- lands. Stjórnin var öll endurkosin. Hana skipa fram- vegis: Sigurjón Pétursson, Álafossi, formaður, Guð- mundur S. Guðmundsson, framkv.stj. Hampiðjunnar, ritari, Kristján Guðmundsson, framkv.stj. Pípuverk- smiðjunnar, gjaldkeri. Misprentun varð á forsíðu 1. heftis. Undir myndinni átti að standa: Bruni á Laugaveg 31 í stað 21. Tímarit iðnaðarmanna kemur út í (5 heftum á ári. Verð árg. kr. 5,00. Ritstjóri Sveinbjörn Jónsson. Póstli. 491. Simi 298(i. Afgreiðslu hefir skrifstofa Landssambands iðnaðar- manna, Kirkjuhvoli, sími 5303. Prentstaður Herbertsprent, Bankastræti 3, sími 3635. 32

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.