Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1939, Blaðsíða 15
Tímarit iðnaðarmanna. Júlíus Schou, steinhöggvari. Afmæli. Hann lézt i Kaupmannahöfn 30. okt. 1938. — Fæddur var hann á Borgundarhólmi 21. febr. 1856 og var því kominn langt á 83. árið er hann lézt. Schou kom fyrst hingað lil lands 1873, sem mat- sveinn á skipinu Va'ldemar (hinu sama skipi og „Nonni“ sigldi á 1870). Ekki var efnahagurinn betri en svo að að hann gekk berfættur i skónum; aumkvuðust konur á Austfjörðum. yfir hann og gáfu honunt sokka. Hingað til Reykjavíkur kom hann 1880, fyrstur þeirra útlendinga, sem áttu að undirbúa grjótvinnu við Alþingishúsið. Hér var hann svo í 40 ár samfleytt. Eflir kontu hans hingað varð allmikil breyting á hibýlum manna. Hann hafði jafnan marga menn í vinnu við að kljúfa grjót og höggva og var ávalt fús til að leiðbeina mönnum. Fóru þessir menn að byggja yfir sig steinhús eða steinbæi, í staðinn fyrir torf- kofana, er þeir höfðu búið í. Sjálfur bygði hann niörg luis, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, bæði úr steini og timbri. Schou var framúrskarandi hagur maður og hafði gott auga. Hann hjó mannantyndir úr islenzkum grásteini; má þar t. d. nefna mynd af Markúsi Bjarna- syni skólastjóra, á legsteini hans í kirkjugarðinum i Reykjavik, og mynd af Jóni forseta, er Ward fiski- kaupmaður fékk hjá honum og fór með til Englands. Iíinnig gerði hann mikið að þvi, að teikna manna- myndir með svartkrít og fékk 20 kr. fyrir stykkið. Schou var skýr maður og skemtilegur, ávalt syngj- andi og glaður meðal verkamanna sinna. Hann taldi sig íslending, þó að hann væri fæddur á Borgundar- hólmi. „íslandi á ég alt það að þakka, er ég hcfi haft handa á milli“, sagði hann síðastliðinn vetur við íslending, er til hans kom, „enda sé ég altaf eftir því að hafa l'arið frá íslandi". Hann mintist oft þeirrar hjartagæzku, er hann hafði orðið fyrir hér, er hann kom liingað fyrst sem berfættur unglingur. Schou var tvígiftur og voru báðar konur hans islenzkar. Fyrri kona hans hét Kristín, frá Melkoti hér í bæ, sæmdarkona bin mesta og voru þau saman 10—12 ár. Seinni kona hans var Sigríður Jónsdóttir, Guðmundur Eiríksson, bæjarfulltrúi, varð fimtugur 2. april. Hann tók sveins- próf í trésmíði 19 ára gamall og hef- ur stundað það siðan, aðallega húsasmíði, en einnig skipasmíði og venjulega verk stæðisvinnu. Sjálf- ur bygði hann hús í fyrsta skifti árið 1912, þá 23 ára gamall. Guðmundi hafa verið falin mörg og mikilsverð trúnaðarstörf fyrir stéttarbræð- ur sína og bæjarfélagið. Hann var formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur í mörg ár. Hefur verið í fjölda nefnda í Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur. í stjórn Iðnráðs Reykjavikur lengi og nú nýlega til- nefndur og skipaður iðnaðarfulltrúi. Hann var i niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur mörg ár. í bæjar- stjórn siðan 1930 og þar i bygginganefnd og bruna- málanefnd. 1938 fékk hann sæti í bæjarráði Reykja- víkur. Guðmundur er því starfsmaður mikill, þéttur á velli og þéttur í lund og mikill vinur vina sinna. Tímaritið óskar honum allra hcilla. Ólafur J. Hvanndal prenlmyndameistari varð sextugur 14. marz s. 1. Verður þess nánar getið síðar. uppeldisdóttir Einars Jónssonar snikkara og konu hans, Ingibjargar Jóhannesdóttur. Sigriður var mesta greindarkona, söngelsk, ljóðelsk og bókelsk. Faðir hennar var Jón Gíslason trésmiður, fluttist hann með fjölskyldu sinni lil Ameríku 1877. Hún lézt 29. sept. 1937. Einn son lætur Scliou eftir sig, er hann átti með seinni konu sinni, og er hann búandi í Danmörku. Ég hefi altaf talið mér hag í því að kynnast mætum mönnum. Einn af þeim var Schou steinhöggvari, hinn mikli iðnaðarmaður, með sitt skarpa auga og sína högu hönd. Hafðu þökk fyrir alt, horfni vinur! Siffurður Halldórsson. 29

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.