Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 6
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 verksmiðjur þyrftu að heimta af bændum skömmtunarseðla fyrir dúkum, sem bændur taka út hjá verksmiðjunni, gegn greiðslu í ull, er samsvari ullarmagninu í útteknum dúkum, barst svar aftur á þá lund, að ekki þyrfti að taka skömmtunarseðla af bændum undir slíkum kringumstæðum. Enn sem komið er mega þó ullarverksmiðjurnar ekki afgreiða klæðavöru til annarra kaupenda, nema gegn afhendingu skömmtunarseðla. Þetta þýðir raunverulega stöðvun að mestu leyti á fataframleiðslu úr íslenzkri ull, á meðan eitthvað fæst af erlendri klæðavöru í landinu. Það er ekki svo að skilja, að íslenzkri ullardúkar standi erlendum dúkum að baki um gæði og verð. En það er komið inn hjá þjóðinni, að það sé fínna að ganga í fötum úr útlendum efnum en fötum úr Álafoss- eða Gefjunardúkum, og það er nóg til þess að menn fórna ekki stofnauka nr. 13 fyr- ir íslensku fötin. Oss er tjáð, að tekið verði fyr- ir innflutning á erlendri vefnaðarvöru, en er það framkvæmanleg ráðstöfun? Og ef svo verð- ur ekki, hversu lengi mega ullarverksmiðjurn- ar bíða eftir því að menn kaupi ótrauðir föt úr íslenzkum dúkum fyrir stofnaukann sinn? Hér við bætist að það er ríkjandi skoðun hjá almenn- ingi að sú stund hljóti að koma, að föt úr ísl. ullardúk verði gerð óháð skömmtun, og seinkar það enn að menn kaupi þau föt, á meðan þau eru skömmtuð. Áhrif þess að láta sömu skömmtunarreglu gilda um dúka úr íslenskri ull og erienda klæða- vöru eru því mjög bagaleg fyrir íslenska ullar- iðnaðinn og um leið íslenzkan landbúnað. Getur varla verið hættulegt að fara inn á þær braut- ir sem F. 1. I. hefur bent á, að gefa frjálsa sölu á fatnaðarvöru allri, sem að 70% eða meira er gerð úr íslenzkri ull, jafnt klæði sem prjónlesi. b. Fataverksmiðjur, sem vinna úr erlendum efnum, eru allmargar. Þær vinna einnig það þakklætisverða starf, sem nú er orðið svo þýð- ingarmikið, að spara gjaldeyrinn. Þessvegna ættu skömmtunarreglurnar fremur að styðja slíkar verksmiðjur, en bregða fæti fyrir starf- semi þeirra. Að því leyti er þessum verksmiðj- um gert rangt til, að framleiðsluvörur þeirra eru háðar skömmtun á sama hátt og fullunnar erlendar vörur, þó að verulegur hluti af sölu- verðmæti íslenzku varanna sé innlend vinna, sem óþarft virðist að skammta, því að ekki sparar það erlendan gjaldeyri. Um sumar af þessum verksmiðjum er þannig ástatt að þær framleiða vörur úr erlendu efni, sem ekki er skammtað, t. d. nærfataverksmiðj- ur, sem vefa efnið í fötin úr fíngerðum þræði innfluttum. Þráðurinn er ekki skammtaður. En þegar verksmiðjan er búin að prjóna og sauma nærfötin, eru þau háð skömmtun. Prjónagarn er ekki skammtað, en prjónastofa má ekki selja peysu úr erlendu garni, nema taka skömmtunar- seðla af viðskiptavininum. Sé peysa prjónuð heima, er hún ekki skömmtunarskyld, en sé hún unnin í fljótvirkari íslenzkri verksmiðju, kostar hún kaupandann skömmtunarmiða. Þessi dæmi sýna vel, að það er fjarstæða að skammta innlenda vinnu. Skömmtuninni er ætl- að að draga úr gjaldeyrisskortinum, en með því fyrirkomulagi, sem nú gildir og lýst hefur verið hér að framan, verkar skömmtunin sem dragbítur á íslenkan verksmiðjuiðnað, öfugt við það, sem á að vera tilgangur hennar. Islenzk vinna er ekki greidd í dollurum eða sterlings- pundum, og þessvegna á ekki að skammta hana. Erlenda efnið og erlendu vinnuna á að skammta, vegna þess að til innkaupa á þeirri vöru þarf hinn fágæta, gjaldeyri. Hinsvegar eru dæmi þess að útlend, rándýr vefnaðarvara, er látin vera óháð skömmtun. Skal hér nefna höfuðklúta á dömur, sem nokkr- ar verzlanir eru sagðar eiga birgðir af og kosta á annað hundrað krónur stykkið. Virðist þó frek- ar ástæða til að undanþiggja ísienzka iðnaðar- framleiðslu þröngri skömmtun en þessa dýru dömuklúta. En þetta munu þó vera undantekn- ingar. Félag ísl. iðnrekenda hefur gert ákveðnar til- lögur til skömmtunaryfirvaidanna um tilhögun á skömmtun fatnaðar, sem unninn er í landinu úr eriendum efnum. Eru þær byggðar á þeim grund- velli, að ekki skuli skömmtuð vinnan og áætlað að hún svari til helmings söluverðs vörunnar. Tillögurnar eru með öðrum orðum þær að 74

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.