Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 12
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Iðnrekendafélag Akureyrar stofnað með 12 verksmiðjum Félagi ísl. iðnrekenda er að veitast nýr og veg- legur liðsauki, þar sem er Iðnrekendafélag Ak- ureyrar, er stofnað var á Akureyri s.l. vor. Þeir Sveinbjörn Jónsson, er sæti á í varastjórn Félags ísl. iðnrekenda og er þaulkunnur mönnum og málefnum á Akureyri, og sá, er þetta ritar, fóru þangað norður um páskaleytið i vor og veittu verksmiðjum á Akureyri aðstoð um stofn- un félags, er verða skyldi deild í Félagi ísl. iðn- rekenda. Akureyri var þá enn í vetrarskrúða, göturnar huldar þykkum snjó og ófærar bifreið- um, svo að flytja varð mjólk til kaupstaðarins á hestasleðum. En það hefur iðnaðurinn umfram aðra atvinnu- vegi, að starfsemi hans er óháðari veðrabreyt- ingum, og þessvegna var unnið í verksmiðjun- um, þó að skíðafæri væri yfir götur og garða kaupstaðarins vegna undanfarandi fannkomu. Akureyri er mesti iðnaðarbær á landinu, mið- að við fólksfjölda. Kaupfélag Eyfirðinga, KEA., rekur stórfeldan iðnað, skó- og skinnaverk- smiðju, ullarverksmiðju, sápuverksmiðju, smjör- líkisgerð, kaffibrennslu og kaffibætisgerð auk margs annars, er iðnað má nefna. Vorum við Sveinbjörn svo heppnir að fá að skoða kaffibætisverksmiðjuna og njóta ágætrar skildu, er sendiherra okkar í Washington tókst að lok- um að útvega hjá 7 firmum í Bandaríkjunum. Þó að þess- ir erfiðleikar séu nú um hráefnið verður að vona að úr því rætist, enda hefur reynslan sýnt að ekki er byggjandi á það að hægt sé að fá tilbúnar tunnur erlendis. Verksmiðjan er að sjálfsögðu fær um að framleiða aðrar tegundir af umbúðum utan um þorskalýsi en tunn- ur, verði það flutt út í öðru formi en nú tíðkast. Þegar að því kemur að sildarlýsi verður selt út í unnara formi (hert) eru stálumbúðirnar sjálfsagðar, en með því fyrirkomulagi sem nú er á lýsisútflutningnum, eru þær helst til dýrar. Sérstaklega skal á það bent að undantekningarlaust allt, sem verksmiðjan framleiðir, er ætlað til umbúða um útflutningsvöru. Er því öllu verði framleiðslunnar breytt aftur í erlendan gjaldeyri. gestrisni framkvæmdastjórans, Guðmundar Guð- laugssonar, en einnig gafst okkur kostur á að kynnast af eigin raun starfsháttum og húskynn- um skó- og skinnaverksmiðjunnar Iðunnar, sem vera mun með umfangsmestu verksmiðjum á landinu. En auk Kaupfélagsverksmiðjanna eru margs- konar verksmiðjur á Akureyri í eign einstakra manna og félaga. Þar eru öl- og gosdrykkja- gerðir, efnagerðir, smjörlíkisgerð, fataverk- smiðjur allskonar, skóverksmiðja, amboðaverk- smiðja, steinsteypuverkstæði, leikfangagerð o. fl., að ógleymdri bómullardúkaverksmiðjunni nýju, er nefnist J. K. Havsteen & Co. Framkvæmdarstjóri þeirra verksmiðju, Vig- fús Þ. Jónsson, bauð okkur ferðalöngunum að skoða dúkaverksmiðjuna, er þá var nýlega tek- in til starfa. Húsakynnin eru rúmgóð og björt og hin reisulegustu, og þó að vélarnar séu ekki alveg nýjar af nálinni, eru þær nýuppgerðar og traustar að útliti. Úr fíngerðum bómullarþræði, keyptum frá Belgíu, vefur verksmiðjan allskon- ar dúka tii fóðrunar húsmuna og til fatnaðar. Efni í skyrtur, vinnuföt, handklæði, fóður o. m. fl. hefur þegar verið unnið í verksmiðjunni, en væntanlega getur hún síðar hafið framleiðslu vandaðri klæðavöru. Við litum einnig inn til Amaró, nærfataverk- smiðjunnar, er Skarphéðinn Ásgeirsson veitir for stöðu, og skoðuðum feimnislega framleiðslu- vöruna, allskonar dömunærfatnað, er okkur ieist vera prýðileg framleiðsla. Iðja, aluminiumamboðagerð, sem Sveinbjörn stofnaði á sokkabandsárunum með núverandi forstöðumanni, heilsaði stofnanda sínum í nýjum húsakynnum, og var ekki laust við að Svein- björn væri stoltur af. Hrífurnar biðu í stórum stöflum eftir að dreifast um byggðir landsins og aðstoða við búskapinn. Þarft fyrirtæki, enda selzt framleiðslan næstum jafnóðum og hún er fuilunnin. 78

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.