Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 17
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Kátir v<»i*ii karlar Níunda Iðnþing Islendinga verður mörgum minnisstætt. I fyrsta sinn í veraldarsögunni er Iðnþing háð í Vestmannaeyjum, og verður þess vonandi getið í næstu mannkynssögu. Margir af þeim er það sátu höfðu aldrei til Eyja komið áður, en þeir er þar höfðu áður verið glöddust yfir framhaldskynnum af eyjabúum, og rifjuðu upp gamlar endurminningar. Fulltrúarnir utan Vestmannaeyja, höfðu safn- ast saman í Reykjavík og var ætlunin hjá flest- um að fara loftleiðis til Eyja, og í því augna- miði var samið við h.f. Loftleiðir um flugfar. Þótt þinghaldið væri vel undirbúið, hafði láðst að semja við veðurguðinn, eða samningar við hann farið óhönduglega, svo að hann fór sínu fram, flugveður allsstaðar nema milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Þeir lofthræddu urðu fegnir en hinir súrir á svipinn. . Þegar loftköstin brugðust var horfið að því ráði, að fara með bifreiðum til Stokkseyrar en þaðan með vélbát til Vestmannaeyja. Lagt var af stað frá Kirkjutorgi, föstudaginn 20. júní kl. IOVÍí árd. í tveimur langferðabílum. Komið til Stokkseyrar um 2 leitið og þar drukkið kaffi í boði Landssambandsins. Fimm fulltrúar úr Hafnarfirði og tveir úr Reykjavík gátu ekki orð- ið samferða, en komu á sama hátt og við, um miðnætti á laugardag til Vestmannaeyja. aðarmanna. En ekki finnst mér það gera til þó fleiri viti það en ég að forvígismenn danskra húsgagnasmiða sögðu Norðmönnum þaö í fyrra að húsgögnin til íslands seldu þeir 50% hærra verði en þau væru seld innanlands í Danmörku. Upplýst er að um 20 milljónum ísl. kr. hefur verið varið fyrir dönsk húsgögn síðan stríðinu lauk. Hvort það er talið til nýsköpunar er mér ekki kunnugt um, en hitt er víst að á sama tíma hafa öll leyfi fyrir efnivið til húsgagna- verkstæðanna verið skorin við nögl og mörg verkstæði alls engin leyfi fengið fyrir efni. S. J. Frá Stokkseyri var lagt af stað um 6 ieytið í bezta veðri, björtu og kyrru. Útsýni var gott til sjávarins en landsýn lítil. Menn voru glaðir og reifir, sungu og trölluðu og tóku léttum tökum á lífinu. Snemma fór að bera á því að einstaka farþegar stungu sér æði oft niður í skipstjóra- klefann, en hann var undir stjórnpalli, misjafn- lega voru þeir lengi niðri, stigaskömmin niður stóð beint upp á endann, svo að leikni þurfti til að klifra hana upp og niður, virtust húsasmiðirn- ir ekkert vera fljótari en aðrir, eru þeir þó vanir að príla allan þremilinn, en sameiginlegt með öllum var, að „kátir“ voru flestir er upp úr ká- etunni komu aftur. Vestmannaeyingar eru viðurkenndir sjógarp- ar og var sem þingfulltrúunum fyndist meira í munni að heimsækja þá sjóleiðis en loftleiðis, sérstaklega var þessa vart eftir að landvar var fengið og öll hætta virtist liðin hjá. Til Eyja var komið laust fyrir kl. 11 um kvöld- ið, eftir skemmtilega ferð. Á bryggjunni var f jöldi fólks saman kominn til að taka á móti fleyt- unni og innihaldi hennar og skorti þar ekki hlý handtök og fagnaðarfundi. Þegar allar kveðjur voru afstaðnar, bauð Iðn- aðarmannafélagið í Vestmannaeyjum þingfull- trúunum til kvöldverðar í hinum vistlegu salar- kynnum samkomuhússins. Þar ávarpaði form. félagsins, Guðjón Scheving málarameistari, aðkomumennina, bauð þá vel- komna til Eyja, en forseti Landssambandsins, Helgi H. Eiríksson, þakkaði fyrir hönd þingfull- trúanna. Iðnaðarmannafél. Vestmannaeyja hafði um veturinn kosið nefnd manna til að undirbúa þinghaldið og virtist ekkert skorta á til þess að allt færi fram eftir beinu striki. Eftir að aðkomumenn voru orðnir mettir, var dregið í dilka. Höfðu Eyjaskeggjar skipt hópn- um á milli sín, einum og tveimur á hvert heimili eftir ástæðum, svo ekki var húsnæðishrakið. Sjálfsagt hafa sumir farið seint að sofa þessa 83

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.